Þau ala barnið sitt upp sem flæðigervu

Blue og Emerson hafa verið saman í rúm 2 ár og ala saman upp dóttur Blue, Claire sem er 7 ára. „Við vorum bæði sett í hlutverk stelpu þegar við fæddumst og áttum ekki heima í því hlutverki og viljum að dóttir okkar þurfi ekki að passa í þennan „kassa,““ segir Blue. Blue og Emerson hafa því ákveðið að leyfa Claire að alast upp „gender fluid“ eða sem „flæðigervu“, en það er notað yfir kynvitund þeirra sem upplifa kynvitund sína sem flæðandi, eða flakka á milli mismunandi kyngerva, kyntjáningar og kynvitundar.

SHARE