Þegar þig vantar jólagjöf en þú átt kertastjaka og krukku

Ég viðurkenni það, ég elska jólin, og ég veit ekkert skemmtilegra heldur en að útbúa persónulega jólagjöf, og þá helst ekki eitthvað sem sprengir bankann.

Ég átti þennan frekar óspennandi kertastjaka og fékk þessa krukku hjá tengdamömmu (jeb, ef þið bjóðið mér í mat þá getið þið búist við því að ég fái að hirða eitthvað sem þið hefðuð annars hent).

Ég sprayjaði stjakann silfraðan til að hafa hann í stíl við lokið á krukkunni. Svo bar ég límlakk á lokið og stjakann og á meðan lakkið var ennþá blautt þá stráði ég glimmeri yfir. Þegar það var orðið þurrt þá fór ég aftur yfir með límlakkinu og límdi krukkunna á stjakann. Svo var það bara fer út í búð til að kaupa nammi og jólagjöfin er tilbúin.

SHARE