Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa

Það reynir á að vera foreldri en það er á sama tíma, besta hlutverk í heimi. Þetta ljóð er eftir Mary Rita Schilke Korzan og heitir „When You Thought I Wasn’t Looking“ og ég fann þetta og þýddi eftir bestu getu. Mér fannst þetta bara of fallegt til að deila ekki með ykkur:

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa
Sá ég þig hengja fyrsta málverkið mitt á ísskápinn
Mig langaði strax að mála annað

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa
Gafstu villiketti að borða
Ég vissi þá að það er gott að vera góður við dýr

Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa
Bakaðir þú afmælisköku bara handa mér
Og ég vissi að litlu hlutirnir væru dýrmætir

Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa
Fórstu með bæn
Ég fór að trúa á guð sem ég gæti alltaf talað við

Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa
Kysstirðu mig góða nótt
Og ég vissi að þú elskar mig

Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa
Sá ég tár koma í augun á þér
Og ég skildi að stundum líður manni illa
En það er allt í lagi að gráta

Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa
Brostir þú
Og ég vildi líka vera svona sæt eins og þú

Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa
Varstu umburðarlynd
Og ég vildi verða allt það sem ég gat orðið

Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa – þá var ég að horfa….
Og ég vildi segja takk
Fyrir alla þessa hluti sem þú gerðir
Þegar þú hélst að ég væri ekki að horfa

 

Tengdar greinar:

 

Móðir mín var partur af lífi svo margra barna“

Móðir hittir son sinn í fyrsta skipti eftir 31 ár

SHARE