Þessar stjörnur voru gómaðar við framhjáhald

Hollywood stjörnurnar eru ekki fullkomnar frekar en við hin og gera auðvitað mistök. Ég hef óbilandi trú á hinu góða í mannfólkinu og trúi því að þegar kemur að þessum málum sé það nú ekki upphaflega ætlunin að skvíkja og særa maka sinn en það breytir því ekki að framhjáhald er aldrei réttlætanlegt. Hér eru nokkrar stjörnur sem voru gripnar glóðvolgar við að fara á bak við maka sinn.

 

10. Robin Thicke

Hann hélt framhjá konu sinni Paula Patton en ekki í þetta eina skipti sem þessi mynd náðist því hann var einnig sakaður um að hafa haldið við nuddara sinn.

10-21

9. Ryan Philippe

Ryan og Reese Witherspoon voru búin að vera gift í 8 ár og áttu saman tvö börn þegar þessar myndir af honum og Abbie Cornish náðust.

9-e1477484502209

8. Ashton Kutcher

Ashton hélt framhjá eiginkonu sinni Demi Moore með þessari snót Sara Leal, Demi sótti um skilnað eftir að þessar myndir komust upp á yfirborðið.

8-e1477484549143

7. CoCo

Coco var innileg með þessum rappara sem nefnist AP.9 og vildi hann meina að þau hafi sofið saman. Eiginmaður Coco er Ice-T og eru þau enn gift og því eru ekki allir sem skilja eftir svona áföll.

7-1

6. Scott Disick

Scott var búinn að vera með elstu Kardashian systurinni, henni Kourtney, í 9 ár og eignast með henni þrjú börn þegar hann fór að halda við stílistann Chloe Bartoli.

6-22-e1477484667561

5. Jude Law

Jude hélt framhjá Sienna Miller unnustu sinni með barnfóstrunni henni Daisy Wright en hún hélt dagbók um þau skipti sem hún hitti leikarann.

5-e1477484700599

4. Usher

Usher var í sambandi með Chilli þegar hann barnaði aðra konu sem hann svo síðar kvæntist. Þau skildu svo síðar og Usher samdi lag þar sem hann viðurkenndi að hafa haldið framhjá Chilli.

4-e1477484735180

3. Tim Burton

Þessi hæfileikaríki leikstjóri var búinn að vera í hjónabandi með Helena Bonham Carter í 12 ár þegar þessar myndir af honum og óþekktri konu komu upp á yfirborðið.

3-1-e1477484770560

2. Kristen Stewart

Þessi leikona var í sambandi með mótleikara sínum Robert Pattinson þegar hún hélt við Rupert Sanders leikstjóra ‘Snow White and the Huntsman’.

2-e1477484812959

1. The Dream

Christina Milian var búin að vera gift og eignast með honum eitt barn þegar þessar myndir af honum og aðstoðarkonu hans birtust og sótti Christina um skilnað um leið.

1

SHARE