Þessi afgreiðslustúlka kann að svara fyrir sig.

Í kjölfar umræðu undanfarið um dónaskap viðskiptavina gagnvart afgreiðslufólki og dónaskap og virðingarleysi gagnvart hvort öðru yfirhöfuð er vert að deila eftirfarandi sögu. Ég veit ekkert hvort að hún er sönn eða ekki, en skemmtileg er hún og þessi ágæta afgreiðslustúlka svo sannarlega með bein í nefinu.

Sagan gerist á flugvellinum í New York, flug fullbókaðrar vélar hjá United Airlines er fellt niður. Aðeins ein afgreiðslustúlka var í að afgreiða og endurbóka langa röð af pirruðum flugfarþegum. Skyndilega ryðst reiður farþegi fram fyrir alla röðina, skellir flugmiðanum sínum á borðið og segir: Ég þarf að ná næsta flugi og það á fyrsta farrými!

Afgreiðslustúlkan svarar: Mér þykir það miður herra, ég skal afgreiða þig með glöðu geði en þetta fólk var á undan þér í röðinni, en síðan er ég viss um að ég get fundið út úr þessu fyrir þig.

Farþeginn er ennþá óánægður og spyr hátt svo að fólkið í röðinni fyrir aftan hann heyrir: Hefurðu hugmynd um hver ég er?!!

this girl is a keeper

Án þess að hika brosir afgreiðslustúlkan og grípur míkrafóninn og segir í kallkerfið svo heyrist um alla flugstöðina: Má ég fá athygli ykkar takk fyrir. Við hlið 14 erum við með farþega sem veit ekki hver hann er. Ef að einhver getur aðstoðað hann er sá hinn sami beðinn að koma að hliði 14.

Á meðan fólkið í röðinni fyrir aftan hann hlær dátt, snýr maðurinn sér að afgreiðslustúlkunni, gnístir tönnum og segr F*** you!!

Án þess að láta sér bregða brosir hún og segir: Mér þykir það leitt herra en þú þarft líka að fara í röð til þess!

 

 

SHARE