Þessi ferðast um landið í bleiku pilsi til að fá konuna sína til að hlæja í krabbameinsmeðferð.

Þetta eru hjónin Bob og Linda. Eftir að Linda var greind með brjóstakrabbamein, byrjaði Bob að taka skemmtilegar og frábærlega fáránlegar myndir af honum sjálfum í bleiku tjullpilsi.

“Þegar Linda fór í meðferð, var hún með myndirnar af mér með sér í símanum og hún og hinar konurnar í meðferðinni skoðuðu og það fékk þær til að hlæja og láta tímann líða”, segir Bob. Linda segir að hinar konurnar hafi kunnað að meta hvað Bob gerði til að sýna að hann stæði með henni.

Eftir þessa jákvæðu athygli vissi Bob að hann varð að halda áfram að taka myndir. Tutu verkefnið var fætt og fór eins og eldur í sinu um netheima.

Bob elskaði snjóinn.

enhanced-buzz-8185-1386706751-0

Hann ferðaðist til Ítalíu.

enhanced-buzz-14299-1386706915-11

Hann fann nýjar og nýjar leiðir til að taka mynd af sér í tjullpilsinu og fá konu sína og vini hennar til að hlæja.

“Það er skrýtið en veikindi hennar hafa kennt okkur að lífið er gott en það getur þó verið erfitt að lifa því og stundum er það besta sem að við getum gert, jafnvel það eina, að takast á við hvern dag með því að hlæja að okkur sjálfum og deila hlátrinum með öðrum”.

Það er hægt að kaupa dagatal með myndum af Bob í bleika tjullpilsinu hér 
Ágóði sölunnar rennur til Carey´s sjóðsins, sem styður við konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, konur sem hafa náð sér og fjölskyldur þeirra.

SHARE