Þessi karlmaður talar af viti!

Stefan Baxter birti stuttan pistil á facebook síðu sinni sem okkur langar til að deila með ykkur, það væri frábært ef allir karlmenn hugsuðu svona.

 

Nýlega deildi ég status með persónulegri skoðun og það er langt í frá fyrsta skipti sem ég, af hvatvísinni einni saman, deili einhverju sem mér finnst. Þetta hef ég ítrekað gert þrátt fyrir viðvaranir um að þetta eða hitt muni lifa endalaust á Internetinu, að ég muni fá þessar skoðanir í hausinn við hentugt tækifæri og ég játa að það pantaði enginn að fá að heyra mína skoðun á einu né neinu.

Í tilteknum status lýsti ég yfir vonbrigðum með kynbróður og málflutning hans. Ekki leið á löngu þar til ég var krafinn um rök fyrir hinu og þessu og sakaður um ómálefnalega umræðu, rökleysu og um að láta tilfinningarnar hlaupa með mig í gönur.

Ég er mjög viðkvæmur fyrir því að vera sakaður um rökleysu sem er, fyrir minna trúaðan mann eins og mig, nánast það sama og guðlast í eyrum þess strangtrúaða og því taldi ég ástæðu til að svara. Eftir að hafa hugleitt það í svolitla stund þá tel ég best að játi á mig tilfinningahlaup, þó að ég sé því ekki sammála að það hafi verið í gönur.

Því …
… mér stendur ekki á sama þegar ég heyri karlmenn ræða um konur með niðrandi hætti
… ég fyllist reiði þegar ég heyri karlmenn réttlæta “eðlilegan” launamun
… mér verður óglatt þegar ég heyri minnst á nauðganir, hópnauðganir og önnur ofbeldisbrot eða réttlætingu á þeim.
… mér sortnar nánast fyrir augum þegar ég heyri karlmenn reyna að útskýra eða réttlæta lágt hlutfall nauðgunarkæra sem enda með sakfellingu.
… ég skammast mín og fæ viðbjóð þegar ég heyri málflutning “rökræðumannanna” á þann veg að það sé ekki kynferðisbrot að puttum sé nauðgað upp í sköp og endaþarm konu af valdi og hrotta.
og þá átta ég mig á að það þarf ekki rök til, bara gildi og viðhorf, svo að tilfinningum manns sé ofboðið með háttalagi sumra karlmanna sem telja sig þó málsmetandi, kalt-mat, sérfræðinga.

Hvað þarf eiginlega að líða langur tími þar til okkur tekst að ala upp kysnlóðir sem ná að horfa framhjá kynferði, uppruna og öðrum yfirborðshlutum til að meta einstakling að verðleikum, virða friðhelgi þeirra og berjast fyrir réttindum þeirra eins og þau væru okkar eigin.

ps. já, ég er eitthvað lesblindur – afsakið villurnar

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here