Þessi kona bjargaði 2.500 börnum frá því að vera myrt

Veist þú hver þessi kona er? ég hef kynnt mér helförina allnokkuð og hafði heyrt áður um þessa góðu konu, Irenu Sendler, hún var ekki eina konan sem bjargaði börnum en amma mín kynntist konu frá Ísrael þegar hún bjó í Bandaríkjunum sem tók við börnum sem smyglað hafði verið inn frá Evrópu (eina leiðin oft til að bjarga þeim) og tók við þeim og sá um þau.  Bátarnir þurftu alltaf að koma í skjóli myrkurs vegna þess að hermennirnir voru alltaf tilbúnir með hlaðnar byssur og tilbúnir að skjóta- og gerðu það ef þeir urðu varir við bátana með börnunum og fólkið sem var að bjarga þeim. Mannfólkið getur verið svo vont við hvort annað og það var svo sannarlega raunin í Helförinni. Það er hinsvegar mikilvægt að segja frá því að það var fólk sem stóð upp og reyndi að hjálpa börnunum og því fólki sem var verið að útrýma. Irina Sendler er ein af þeim og hér eru nokkur minningarorð um hana.

Irena Sendler, frá Warsjá í Póllandi, dó 12 maí árið 2008, þá 98 ára gömul.



Irena fékk leyfi til þess í seinni heimstyrjöldinni að vinna sem félagsmálafulltrúi og hjúkrunarfræðingur í Gyðingahverfinu í Warsjá. En fyrir henni vakti að gera allt annað þar en vinna sem félagsmálafulltrúi.
Irena smylgaði ungum Gyðingabörnum út úr gettóinu meðal annars í áhaldakassanum sínum, ruslatunnum, líkkistum og sjúkrabílum, hún var hjúkka svo hún gat sagt að þau væru með smitandi sjúkdóma. Hún hafði líka strigapoka í skottinu á bílnum sínum þar sem hún faldi stærri börn.  Irena var með hund með sér og hún hafði þjálfað hann til að gelta þegar þýsku hermennirnir hleyptu henni inn í gettóið og út úr því. Hermennirnir voru hreint ekki hrifnir af hundinum og leituðu aldrei í bílnum og hundgáin yfirgnæfði grátinn í börnunum.

Irenu tókst að bjarga 2500 börnum frá dauða og útvegaði þeim ný nöfn og kennitölur. Flest vitum við það að ef hún hefði ekki bjargað börnunum frá hræðilegum aðstæðum hefðu þau lent í gasklefunum eða verið notuð sem tilraunadýr. Þar kom að upp komst um hana og Nazistarnir brutu beinin í báðum fótleggjum og handleggjum og misþyrmdu henni hræðilega með barsmíðum.  Hún gafst aldrei upp og var dæmd til dauða, henni var seinna bjargað af hermanni og losnaði þannig.

Irena skráði hjá sér nöfn allra barnanna sem hún kom út úr gettóinu og geymdi nöfnin í glerkrukku sem hún gróf hjá tré sem var í garðinum hjá henni. Þegar stríðinu lauk reyndi hún að hafa upp á foreldrum barnanna sem kynnu að hafa lifað af og sameina fjölskyldurnar aftur. Flestir foreldranna höfðu lent í gasklefunum. Hún vann sleitulaust að því að finna börnunum sem höfðu misst foreldra sína fósturforeldra þar sem fjölskyldur þeirra flestra höfðu verið þurrkaðar algjörlega út, ALLIR, það var ekki einu sinni fjarskyldur ættingi eftir. Börnin voru henni ævinlega þakklát og heimsóttu hana á eldri árum og veittu henni viðurkenningar


Árið 2007 var Irena tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels en varð ekki fyrir valinu.

í staðinn fékk Al Gore viðurkenninguna fyrir myndband um hlýnun jarðar, finnst þér það sanngjarnt?
Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hún var tilnefnd til verðlaunanna en hún hafði verið tilnefnd nokkrum sinnum.


Hér getum við séð örlítið myndband um þessa duglegu konu

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”ZXP5Gvxqgsg”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here