Þessi leikur sér að matnum og gerir það listilega – myndir.

Listakonan og arkitektinn Hong Yi frá Malasíu gerir akkúrat það sem flest börn mega ekki gera: hún leikur sér að matnum!
En það skiptir engu máli því að myndirnar sem hún býr til eru frábærar.
Markmiðið var að búa til eina mynd á dag í mánuð, þær áttu að vera búnar til eingöngu úr mat og bakgrunnurinn átti að vera hvítur matardiskur. Yi skapaði landslag, dýr og margt fleira með þessum hætti.

Yi er með bloggsíðu hér 

 

SHARE