Þessi maður er 27 ára og fær hvergi vinnu

Þessi 27 ára gamli maður heitir Mao Sheng og býr í Kína. Hann á við óvenjulegt vandamál að ræða en hann fær hvergi vinnu því fólk trúir því ekki að hann sé fullorðinn. Hann lítur út fyrir að vera ekki mikið eldri en 10 ára gamall.

Það eru eflaust margir sem myndu líta á það sem algjöra blessun að fá að líta út fyrir að vera yngri en þau eru, en Mao segir að þetta sé algjör bölvun því hann á mjög erfitt með að fá vinnu. Flestir vinnuveitendur halda að hann sé bara barn og sumir segjast hræðast það að þau verði kærð fyrir barnaþrælkun.

Mao Sheng varð svo frægur á einni nóttu þegar hann sagði frá vandræðum sínum á tik tok.

SHARE