Þetta er heimurinn sem við lifum í

Það er ótrúlegt til þess að hugsa hversu mikill hryllingur er í þessum heimi. Það eru til börn sem lifa í algjöru öryggi, hafa allt til alls, mat og ást, menntun og framtíð. Svo eru til börn sem hafa ekkert af þessu. Uğur Gallenkuş býr í Istanbúl í Tyrklandi og hann setti saman þessar myndir hér fyrir neðan. Hann segist vera að reyna að sýna fram á hversu miklum vanda heimurinn stendur frammi fyrir. Óréttlæti og stríð er eitthvað sem viðgengst daglega og hann vildi sýna það svart á hvítu með því að setja saman tvær myndir.

Uğur sagði: 

Ég vil sýna fram á hversu mikill munur er á þróuðum og vanþróuðum löndum. Skilaboðin sem ég vil senda eru margþætt. Þróuð lönd búa við lúxus og frið, en ég vil minna á að fólk í vanþróuðum löndum býr við þjáningar, hungur og stríð.

  Hér má sjá börn sem hafa týnt foreldrum sínum, nota gangstéttina sem kodda í Írak árið 2013.
Mynd: Emrah Yorulmaz


Barn situr á ónýtum skriðdreka í Sýrlandi árið 2015.
Mynd: Yasin Akgül


Barn stillir sér upp með byssu í æfingabúðum á tímum borgarastríðsins í Líberíu.
Mynd: Patrick Robert 


Sýrland
Mynd: Mohamad Abazeed


Abu Omar (70), reykir pípuna sína í eyðilögðu svefnherbergi sínu í Sýrlandi og hlustar á plötu.
Mynd: Joseph Eid


4 ára sveltandi barn í Yemen.
Mynd: Essa Ahmed


Fólk safnast í kringum stóran brunn í Indlandi árið 2003.
Mynd: Amit Dave


Lítill drengur fær sér vatnsopa í Suður Súdan í desember 2005. Hann er að drekka úr á sem heitir Akuem. Aðeins þriðjungur íbúa hefur aðgang að góðu drykkjarvatni og mikil hætta er á að fá sjúkdóma úr drykkjarvatninu.
Mynd: Georgina Cranston


Fjölskylda í Sýrlandi og í ónefndu þróuðu landi 
Mynd: Murad Sezer


Sýrlenskur flóttamaður heldur á dóttur sinni yfir landamærin í Grikklandi.
Mynd: Yannis Behrakis


Barn í Sýrlandi og í ónefndu þróuðu landi
Mynd: Abdullah Hammam


Vickie er 4 ára og heldur á litlum hárbursta á leið í flóttamannabúðir.
Mynd: Jerome Delay


Stríðið bitnar vitaskuld á börnunum. 10 börn úr sömu fjölskyldunni voru að ganga í skólann í fyrra þegar þau komu að virkri sprengju, sem er mjög algengt að rekast á í Afganistan. Börnin vissu ekki hvað þetta var og tóku sprengjuna upp til að sýna frænku sinni. Þrjú börn létust og sjö börn misstu að minnsta kosti einn útlim. Þetta er alls ekki eina dæmið því þúsundir barna og óbreyttra borgara hafa dáið í svipuðum aðstæðum.

Mynd: Noorullah ShirzadaSærð kona yfirgefur spítala í Sýrlandi
Mynd: Manu Brabo


Hinn 4 ára gamli Ali Nassar Fadil missti vinstri fót og handlegg þegar Bandaríski herinn gerði loftáras í Fallujah í Írak. Afi drengsins og 9 aðrir létust.
Mynd: Paula Bronstein


Lítil stúlka í hópi barna sem flúðu frá Myanmar til Bangladesh í september 2017.
Mynd: K.M. Asad

Það má sjá meira frá þessum manni á Instagram

SHARE