„Þetta er það sem getur gerst eftir 3 bjóra og 8 skot“

Móðir Taylor, 16 ára stúlku, birti þessa mynd á Facebook hjá sér eftir að dóttir hennar lenti á spítala eftir að hún stalst í áfengi á heimili sínu.

Móðirin,  Kelliee Jo Nelson, skrifaði þetta með myndinni:

Foreldrar athugið:

Þetta er það sem 3 bjórar, 3 skot af Captain Morgan, 3 skot af eplasnaps, 2 skot af whiskey og áfengislegin bláber geta gert 16 ára ungling.

Dóttir mín og frænka hennar ákváðu að halda smá partý í gærkvöldi þegar þær voru einar heima í 2 klukkustundir á heimili barnsföður míns, pabba Taylor. Þær fóru í vínskápinn og þegar pabbi hennar kom heim sá hann að stúlkurnar voru orðnar drukknar og dóttir okkar var meðvitundarlaus. Hann fór með hana spítalann í Wyoming og ég hitti hann þar.

Þegar ég kom á bráðamóttökuna sá ég barnið mitt, þar sem hún lá á sjúkrarúminu. Hún var þakin hitateppum því líkami hennar var að ofkælast. Hún var með vökva í æð og leiðslu ofan í maga til að dæla upp úr henni áfenginu sem var í maga hennar.

Það þurfti 3 tilraunir til að barkaþræða Taylor og þeir rifu hálsinn á henni í leiðinni. Hún var 13 klukkustundir í öndunarvél þar sem hún gat ekki andað að sjálfsdáðum.

Hún var svo flutt á barnaspítala um miðnætti.

Ástæðan fyrir ástandi dóttur minnar var sú að áfengismagnið í blóði hennar var orðið svo mikið. Það var 5 sinnum meira en það sem löglegt er og nógu mikið til að gera útaf við fullvaxinn karlmann.

Læknarnir sögðu okkur að það væri alveg ljóst að ef pabbi hennar hefði ekki komið heim á þeim tíma sem hann kom heim, hefði hún dáið. Við munum, fyrir guðs miskunn, ekki þurfa að jarða dóttur okkar í þessari viku. Bara af því að við erum einstaklega heppin.

Þetta var nú meira partýið.

Ég vona að dóttir mín og frænka skilji það hversu heppnar þær eru. Ég vona að þær hafi lært dýrmæta lexíu af þessu. Ég vona líka, að með því að deila þessari reynslu, muni vera hægt að koma í veg fyrir að barn deyi af völdum áfengis.

Foreldrar: 2 klukkustundir. Þær voru einar í 2 klukkustundir.

Börn: 3 bjórar og 8 skot voru það eina sem þurfti til að gera útaf við þessa stúlku.

Endilega deilið þessu. Vekjum fólk til umhugsunar um skaðsemi áfengis og eitrunar vegna þess og drykkju unglinga.

Ég hélt að ég myndi aldrei vera í þessum aðstæðum.

Taylor átti heldur ekki von á því

Kannski hefðum við átt að búast við því.

 

 

„Hann hélt hann væri klárari en dópið“

Er unglingurinn þinn byrjaður að drekka?

Hann er ofurseldur áfengi 

SHARE