Þetta er það sem Katy Perry kallar Russell Brand

Fjölmiðlar hafa sagt frá því að Russell Brand (48) var nýlega ásakaður um að hafa nauðgað fjórum konum á árunum 2006 til 2013. Russell hefur neitað þessum ásökun og segir að allar konurnar hafi verið með honum með fullu samþykki.

Í kjölfarið hefur Russell fengið á sig allskonar gagnrýni úr mörgum áttum.

Það hefur líka verið rifjað upp þegar Katy Perry fór í viðtal við Vogue árið 2013. Hún var gift Russell í 14 mánuði. „Hann er mjög vel gefinn maður og ég var ástfangin af honum þegar við gengum í hjónaband,“ sagði Katy um Russell. „Við getum orðað það sem svo að ég hef ekki heyrt í honum síðan hann sendi mér textaskilaboð og sagðist vilja skilja við mig. Mér fannst ég bera mikla ábyrgð á því að hjónabandið endaði en svo komst ég að sannleikanum. Ég get ekki deilt því endilega en ég gleymi þessu aldrei. Ég sleppti tökunum og hugsaði: „Þetta er ekki mér að kenna. Þetta er ofar mínum skilning.“ Svo hef ég bara haldið áfram.“

Í viðtali við Piers Morgan sagði Katy að hún kallaði fyrrum eiginmann sinn Grigori Rasputin, en hann var þekktur fyrir að vera dulspekingur og heilagur maður sem var þekktur fyrir að tæla konur og valda hneykslum.

SHARE