Þetta getur Miley – Falleg og næstum fullklædd.

Miley Cyrus er gullfalleg á forsíðu nóvemberblaðs Fashion og í myndaseríu í blaðinu. Ljósmyndarinn Chris Nicholls tók myndirnar og Miley er næstum fullklædd á þeim og til friðs.

Behind-the-Scenes-Miley-Cyrus-Cover-Shoot-09-600x825

10  dögum eftir hina umtöluðu framkomu Miley á VMA tónlistarverðlaunahátíðinni sat hún fyrir í myndatöku fyrir FASHION tímaritið.  Í viðtali við blaðið talar Miley um framkomu sína á VMA, gagnrýnendur og nýju plötuna hennar  Bangerz.

FASHION-Magazine-November-Cover-Miley-Cyrus-2

Um flutning hennar á VMA:
“Ég var að reyna að rassskella Robin (Thicke) en það sá það enginn! Trúðu mér! MTV klippti svo mikið, Þeir klipptu eiginlega allt sem að ég gerði. Ég er stolt af flutningi mínum. Mér finnst tónlist í dag vera stöðnuð. Ég hefði getað sagt til um hvað allir söngvararnir ætluðu að gera þetta kvöld. Viðbrögðin við því sem ég gerði hafa verið fáránleg. Mér fannst framkoma mín eins og ferskur andblær. Fólk sem skilur það ekki, þú áttir ekki að skilja það!.”

Um gagnrýnendur og samkeppnina:
“Mér finnst ég vera í allt öðrum klassa núna. Þegar kemur að gagnrýnendum þá hlusta ég ekki á þá og mér finnst ég ekki þurfa að keppa við aðra söngvara. Ég hugsa aldrei um að það sem ég er að gera eigi eftir að láta aðra líta illa út eða vera betra en þeirra, en ef að það er engin samkeppni þá er engin ástæða fyrir okkur að mæta yfirhöfuð. Á skrifstofu þá eru allir að keppast um yfirmannsstöðuna. Það er eins í tónlistarheiminum”.

Um það að taka við ráðum frá Pharrell Williams um klæðaburð:
“Pharrell var með mér þegar ég keypti fötin sem ég klæddist á VMA, Dolce & Gabbana frá 1992, fæðingarárinu mínu. Hann sá flíkina og sagði þú verður að kaupa hana. Pharrell segir að það skipti ekki máli í hverju þú ert, heldur hvernig þú klæðist því. Ég tileinka mér þessi orð hans. Tíska er eitthvað sem aðgreinir mig frá öllum öðrum”.

 

Miley-Cyrus-In-Dolce-Gabbana-2013-MTV-Video-Music-Awards-VMAs

 

 

Um DRIVE – nýja lagið hennar sem vísar til fyrrum sambands hennar við Liam Hemsworth:
“Ég skrifaði það þegar ég var að vinna á Valentínusardeginum, tilfinningalega var þetta mjög erfiður tími. Lagið fjallar um að þurfa að yfirgefa einhvern en vilja samt ekki slíta þig alveg frá sambandinu. Tími þegar þig langar að fara en getur það ekki. Það fjallar líka um að halda áfram”.

miley-cyrus-liam-hemsworth

 

 

 

 

SHARE