Þið trúið ekki hvað ungt par í Hlíðunum fann á bakvið eldhúsinnréttingu sína – Hrollvekjandi myndir

Par á þrítugsaldri sem keypti sér íbúð í Hlíðunum árið 2020 brá heldur betur í brún á dögunum þegar rafvirki var að vinna í íbúðinni og fann herbergi sem þau vissu ekki af.

Herbergið var í veggnum við hlið ísskápsins í eldhúsi parsins en íbúðin er undir súð.

Rafvirkinn sá einhverja rafmagnssnúru sem lá inn í vegginn og einhvers konar hleri, með engum hjörum þó, var á veggnum sem hann ákvað að taka frá. Ísskápurinn var dreginn fram og þá kom allt betur í ljós.

Hann kallaði svo á eigendurnar því bakvið hlerann var eitthvað sem engan hafði órað fyrir. Ljós var kveikt í rýminu, en það logaði á einni nakinni peru í loftinu, því loftljósið í eldhúsinu var tengt í sama rofa og peran. Ef kveikt var á ljósinu í loftinu, kviknaði á perunni líka.

Hér má sjá myndband sem eigandi íbúðarinnar tók fyrir okkur:

Herbergið sjálft er málað í hólf og gólf og var auðveldlega hægt að standa inni í því.


Málningin sem er á veggjum innan herbergisins er í sterkum litum og virðist einhver hreinlega hafa misst sig við málningarvinnuna.

Það er ekki nóg með að þetta leyniherbergi sé í íbúðinni heldur komust þau að því að annar hleri er inni í herberginu og hér má sjá þegar hann er opnaður.

Íbúarnir eru búin að grennslast fyrir til að reyna að komast að því hver hefur gert þetta herbergi en eigandinn á undan þeim kannast ekkert við þetta herbergi. Þar sem parið vill ekki láta nafns síns getið en vilja fá allar upplýsingar sem kunna að vera þarna úti, má endilega senda allar upplýsingar sem þið gætuð búið yfir á: ritstjorn@hun.is Við munum að sjálfsögðu leyfa lesendum okkar að fylgjast með.

SHARE