Þjáist þú að svikaraheilkenninu?

Í The Power Issue fjalla skvísurnar hjá Nudemagazie við um Svikaraheilkennið eða Impostor syndrome sem er sálrænt ástand sem flest allir upplifa við ákveðnar aðstæður einhvern tímann á lífsleiðinni. Konur þó oftar og af meiri þunga en menn. Konur sem hafa átt mikilli velgengni að fagna á vinnumarkaði eru líklegastar til að þjást af svikaraheilkenninu í daglegu lífi.

 

Smelltu hér til þess að lesa blaðið!

 

vidtol

Tekin voru  viðtöl við fólk sem er að gera góða hluti í lífinu,  Maríu Lilju Þrastardóttur blaðamann hjá Stundinni, Powerparið Albert og Lóu í Lindex og Karin Kristjönu Hindborg sem stofnaði Nola.is.

 

typpi

 

Typpi á tískupalli! Karlkyns nekt virðist hneyksla áhorfendur mun meira en kvenkyns nekt. Hún er oft talin vera gerð til að niðurlægja, hlæja eða gera áhorfendur vandræðalega. Ef til vill erum við bara ekki þroskaðri en það að við getum ekki séð typpi í láréttri stöðu án þess að flissa.

 

beauty

 

Þær byrja á að gæla við vortrendin enda löngu komnar með nóg af vetrinum og skoðuðu einnig flíkur sem gott er að eiga í skápnum ef þig langar að vera bæði fagleg og flott í vinnunni. Vorið er fallegt, litríkt og býður upp á ótal nýjungar eins og venjulega í snyrtivöruheiminum. Farið er  yfir helstu línurnar og bestu kremin til þess að halda sem fastast í smá ljóma í þessari ístíð!

 

Smelltu hér til þess að lesa blaðið!

SHARE