Þriggja manna fjölskylda öll fengið krabbamein

Ef þetta væri ekki satt, væri þetta ótrúlegt! Þrír í fjölskyldu; móðir, faðir og sonur og öll greind með krabbamein.

Jay Siltzer starfar í morgunþætti í Norður Karolínu og er þekktur fyrir að vera léttur og skemmtilegur. Hann er 48 ára gamall og greindist fyrst með krabbamein í eistum í janúar árið 1999. Hann fór í aðgerð  og geislameðferð og allt gekk vel þangað til krabbameinið kom aftur og fór í mænuna hans.

Í þetta skipti voru læknarnir ekki jafn bjartsýnir á framhaldið. Hann fór aftur í aðgerð og geislameðferð en einnig í lyfjameðferð. Honum var tjáð það að hann gæti átt erfitt með að eignast börn eftir þessar meðferðir. Hann hafði áhyggjur af þessu en ákvað að vera ekki að dvelja of mikið í þeim hugrenningum en hann hafði bara verið með kærustu í nokkra mánuði þegar þarna var komið sögu.

Jay segir: „Ég man bara eftir augnsambandinu, þó hún hafi verið með grímu og ég með galopinn munninn, þá man ég að ég hugsaði að við værum að ná einhverri tengingu.“ Parið hittist semsé í fyrsta skipti þegar Jay fór til tannlæknis og Kerry, var aðstoðarkona tannlæknisins.

Jay segir að fyrsta stefnumót þeirra hafi verið vandræðalegt og maturinn verið vondur en þau hafi samt ákveðið að halda áfram að hittast. Þau giftu sig árið 2000 og lífið var gott. Í smá tíma.

Jay og Kerry reyndu mikið að eignast barn en það gekk aldrei. Eftir 5 ár hittu þau Malachi og heilluðust alveg af honum og ættleiddu litla drenginn frá Eþíópíu.

Jay segir að sonur þeirra, sem í dag er 8 ára gamall, sé einstaklega líflegur og glaður. Það reyndist þeim vel því fyrsta áfallið þeirra, sem fjölskyldu, kom árið 2011 þegar Kerry greindist með mjög alvarlegt og sjaldgæft hvítblæði.

Kerry var mjög kvalin og fór í gegnum tvær stofnfrumuaðgerðir og nokkrar lyfjameðferðir. „Þetta var ótrúlegt, hún var hægt og rólega að missa heilsuna á þremur árum og þegar hún dó, gat ég huggað mig við að henni leið betur,“ segir Jay í samtali við People.

Mother, Father and Young Son Diagnosed with Cancer: 'I Trust Good Will Come From This,' Says Dad| Cancer, Medical Conditions, Real People Stories

Kelly lést um sumarið árið 2014.

„Ég hafði aldrei ímyndað mér að vera einstætt foreldri, hvað þá að vera eina foreldri ættleidds barns frá öðrum menningarheimi. En ég er sú manneskja núna og það hefur glatt mig óendanlega,“ segir Jay.

Jay skráði mikið af reynslu sinni á Facebook og nýlega tók hann alla reynsluna saman í bók sem hann gaf út sjálfur, en bókin heitir The Book of Malachi og er seld á Amazon. Allur ágóði af bókinni fer til þeirra samtaka sem hjálpuðu Kelly í baráttu hennar við hvítblæðið.

Næsta áfall kom svo  þegar Jay og sonur hans voru að venjast nýjum aðstæðum. Malachi litli vaknaði í nóvember með mikinn höfuðverk. Hann var sendur í myndatöku á höfði og þá kom í ljós að drengurinn var með þriðja stigs æxli vinstra megin í heila. Malachi varð að fara í tvær aðgerðir til að fjarlægja æxlið, geislameðferð og vikulega lyfjameðferð. Hann þurfti að læra að tala upp á nýtt og er enn að læra að lesa aftur.

Mother, Father and Young Son Diagnosed with Cancer: 'I Trust Good Will Come From This,' Says Dad| Cancer, Medical Conditions, Real People Stories

„Maður biður og vonar það besta en í undirmeðvitundinni er maður að búa sig undir það versta,“ segir Jay, aðspurður um líðan hans á meðan á þessu stóð. Þegar hann er spurður um hvernig honum líði með það að í þriggja manna fjölskyldu séu þau öll búin að fá krabbamein svarar hann: „Ég leyfi mér ekki að fara þangað. Það væri svo dimmur staður að vera á. Ég ætti að vera að spyrja „af hverju ég?“ en í svarið er „af hverju ekki ég?“. Ég er trúaður maður og trúi því að eitthvað gott komi út úr þessu öllu.,“

Jay segir að sonur hans sé einstakleg fyndinn og skemmtilegur og það hafi ekki breyst í veikindunum. „Hann er svo fyndinn og segir alltaf það fyrsta sem honum dettur í hug. Hann elskar að hlæja og þrátt fyrir það sem hann hefur gengið í gegnum er hann alltaf hlæjandi og það gerir mig hamingjusaman,“ segir þessi jákvæði maður að lokum.

Heimildir: People

 

 

 

SHARE