Þristatoppar

Það er margir að baka jólasmákökur þessa dagana. Sumir eru með ákveðnar smákökutýpur sem þeir baka alltaf og nú á seinni árum eru lakkrístoppar orðnir mjög vinsælir og bakaðir á mörgum heimilum.

Þessi uppskrift er hinsvegar ekki með lakkrískurli heldur Þristum og kemur frá Matarlyst.

Hráefni

3 eggjahvíturnar
200 g púðusykur
250 g þristur (1 poki)

Aðferð

Hitið ofninn í 175 gráður og blástur.Passið að hrærivélaskálin sé alveg hrein, laus við alla fitu.

Stífþeytið eggjahvítur og sykur, þar til þið getið hvolft skálinni og ekkert lekur. Skerið þristinn niður fyrst í helming og svo í sneiðar, bætið út í vinnið varlega saman með sleikju. Setjið bökunnarpappír á ofnplötur. Notið 2 teskeiðar til að móta toppa, raðið á 12-16 stk á hverja plötu.

Bakið við 175 gráður og blástur í u.þ.b 12-14 mín.

SHARE