Ég er ein af þeim sem kann voðalega lítið að farða mig og ég geri það oft á handahlaupum rétt áður en ég er mætt í vinnuna. Mér líður betur að vera með maskara en án hans og það er bara af því ég hef vanið mig á það. Oft er ég samt ómáluð heima og um helgar og mjög oft í sveitinni. Ég hreinlega nenni ekki að vera að klína framan í mig einhverju sem ég þarf svo að þrífa af mér. Mér finnst samt alveg gaman að farða mig þegar ég hef nógan tíma og get dundað mér við það. Það er bara afar sjaldan sem ég get það, eða gef mér tíma í það.

Sjá einnig: „Ekki segja neinum að ég hafi grátið“

Mér finnst margar stelpur farða sig alltof mikið. Mér dettur stundum í hug „dragdrottningar“ því stundum er ég hreinlega alveg bit yfir tússuðu augabrúnunum og helmeikuðu andlitinu á kornungum stelpum. Gerfiaugnhár á mánudegi og skyggingar sem gera ekkert fyrir þær nema að auka á vandræðalegheitin. Mig langar stundum að taka þessar stúlkur til hliðar og segja þeim að „einn daginn muntu sjá myndir af þér með þennan farða og þig mun langa að slökkva á internetinu fyrir fullt og allt“. Ég á mörg ógeðsförðunarslys að baki. Ég plokkaði af mér augabrúnirnar, notaði ótæpilegt magn af glimmeri og allskyns lituðum augnskuggum og á mína sögu af svona flippi. Mér fannst í hvert skipti sem ég fylgdi tískustraumunum að ég væri ógeðslega nett og svöl og svoleiðis með puttann á púlsinum. Ég var samt unglingur fyrir nokkrum árum þegar enginn var með stafræna myndavél og enginn var með Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter eða neitt svoleiðis. Svo ég á ekki margar myndir af þessum herlegheitum.

Ég er mjög heppin.

Það var einu sinni sagt við mig að það sem færi á netið færi aldrei út af netinu. Ég held að það sé alveg rétt. Ég held að margar stúlkur sem mála sig eins og tíðkast í dag, með öllu þessu sem því fylgir hvort sem það er svartur varalitur, varablýanturinn út fyrir varirnar til að vera kyssulegri, kolsvartar augabrúnir eða gervilega breiðar tússaðar augabrúnir,  þá held ég þær muni sjá mikið eftir þessu. Myndirnar eru og verða á netinu.

Sjá einnig: Ég átti yndislega vinkonu

En maður lærir oft ekki af mistökum annarra heldur þarf maður að læra á eigin skinni. Þannig er það og ég held að það sé bara óhjákvæmilegt.

Ég rakst á þetta myndband og fannst það afar áhugavert og eiga heima með þessum orðum mínum.

 

 

Stelpur mínar, nær og fjær. Fegurð ykkar má ekki týnast undir farðanum. Allt í lagi að punta sig aðeins en ekki fara yfir línuna.

Less is more <3

 

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: hun_snappar

 

SHARE