Þú þarft að lesa þetta, hvort sem þú ert í sambandi eða ekki!

Hér á eftir fer saga af manni sem slítur sambandi við konu sína til tíu ára. Ekki er vitað hvort þessi saga sé sönn en boðskapur hennar er svo mikilvægur í þessu hraða samfélagi sem við lifum í!

„Þegar ég kom heim um kvöldið var konan mín tilbúin með kvöldmat, ég gekk frá dótinu mínu, tók í hönd hennar og sagði henni að ég þyrfti að segja henni svolítið. Hún settist niður og borðaði þegjandi, ég horfði á hana og sá það á henni hvað ég hafði sært hana djúpt.

Skyndilega var eins og ég gæti ekki opnað munninn lengur, en ég varð að segja henni hvað mér lá á hjarta; „Ég vill skilnað,“ sagði ég rólega. Hún virtist hafa vitað hvað var að koma, varð ekki reið heldur spurði rólega; „af hverju?“

Ég forðaðist spurninguna, ég hálf skammaðist mín, hún varð reið yfir því. Hún fleygði hnífapörunum frá sér og öskraði á mig; „Þú ert nú meiri mannleysan!“ Þetta kvöld töluðum við ekki saman, hún grét og ég vissi að hún vildi vita hvað hefði farið úrskeiðis í hjónabandi okkar, en ég gat varla gefið henni fullnægjandi svar; Rósa hafði stolið hjarta mínu og ég elskaði hana ekki lengur, ég vorkenndi henni frekar.

Sjá einnig: Skrifaði sig frá skilnaðinum

Fullur af sektarkennd, setti ég saman skilnaðarpappíra þar sem kom fram að hún ætti húsið okkar, bílinn okkar og 30% í fyrirtækinu mínu. Hún rétt renndi yfir þá og reif þá síðan í tætlur. Konan sem ég hafði eytt 10 árum af ævi sinni með mér var orðin eins og ókunnug manneskja. Mér leið illa yfir því að hún skyldi hafa eytt tíma sínum með mér, eytt orku og fórnað svo miklu á þessum 10 árum en ég gat ekki tekið til baka það sem ég hafði sagt, ég elskaði Rósu svo mikið.
Að lokum grét hún fyrir framan mig, sem var það sem ég hafði upphaflega búist við. Þegar ég sá hana gráta var eins og mér væri létt, sem var undarleg tilfinning. Skilnaðurinn var orðinn skýrari ákvörðun og ég varð ákveðnari í því að fylgja honum eftir.

Daginn eftir kom ég heim mjög seint, hún sat við borðstofuborðið og var að skrifa eitthvað. Ég borðaði ekki heldur fór beint í rúmið og steinsofnaði þar sem ég var alveg búinn á því eftir viðburðaríkan dag með Rósu. Þegar ég vaknaði sat hún enn við borðið og skrifaði. Mér var eiginlega alveg sama þannig að ég fór aftur í rúmið og sofnaði aftur.

Morguninn eftir lagði hún fyrir mig blað með hennar skilyrðum fyrir skilnaði; hún vildi ekkert af því sem við áttum, en hún vildi fá mánaðarfrest áður en skilnaðurinn gengi í gegn. Hún setti það sem skilyrði að á þessum mánuði myndum við bæði reyna af fremsta megni að lifa lífi okkar eins og við höfðum gert í 10 ár, halda rútínunni, og ástæðan var einföld; sonur okkar átti að taka lokaprófin sín eftir einn mánuð og hún vildi ekki varpa skilnaðinum á hann fyrir þau.

Sjá einnig: Með 4 ára barn á brjósti

Ég gat sætt mig við þetta skilyrði. En hún hafði annað skilyrði; hún bað mig að rifja upp þegar ég hélt á henni inní brúðarsvítuna á brúðkaupsdaginn okkar. Skilyrðið var að á hverjum degi þennan mánuð þangað til skilnaðurinn gengi í geng myndi ég halda á henni úr svefnherberginu okkar að útidyrunum. Ég hélt að hún væri orðin eitthvað rugluð, en til þess að gera þessa síðustu daga okkar bærilega samþykkti ég þessa skrítnu ósk.

Ég sagði Rósu frá skilyrðum konunnar minnar, hún hló hátt og fannst þetta út í hött; „Það skiptir ekki máli hvaða brögðum hún beitir, hún þarf bara að horfast í augu við þennan skilnað!“ sagði hún reið og í háðslegum tón.

Engin líkamleg snerting hafði átt sér stað milli mín og konunnar minnar síðan ég sagði henni frá því að ég vildi skilnað.
Á fyrsta degi af mánaðar restinum bar ég hana úr herberginu og var hálf klaufalegur, eða líklega vorum við það bæði. Sonur okkar gekk á eftir okkur, klappaði og hrópaði „Pabbi hefur mömmu á örmum sér!“ Það var sársaukafullt að heyra kátínu hans yfir þessu uppátæki. Ég gekk með hana tíu metra og á leiðinni lokaði hún augunum og sagði „Ekki segja honum frá skilnaðinum“ Ég kinkaði kolli og var niðri fyrir. Ég setti hana niður við útidyrahurðina, hún fór og beið eftir vagninum til að fara í vinnuna en ég keyrði einn á skrifstofuna.

Á öðrum degi gekk þessi athöfn miklu léttar fyrir sig, hún hallaði sé að mér og ég fann lyktina af ilmvatninu hennar af blússunni sem hún var í. Ég áttaði mig allt í einu á því að ég hafði ekki virt þessa konu fyrir mér vandlega í langan tíma. Hún var ekki ung lengur, það voru litlar hrukkur í andliti hennar og eitt og eitt hár var farið að grána. Samband okkar hafði tekið sinn toll hjá henni og eitt augnablik hugsaði ég um það hvað ég hefði gert henni.

Á fjórða degi lyfti ég henni upp, þegar ég lyfti henni fann ég fyrir nándartilfinningu sem ég hafði ekki fundið í langan tíma. Þessi kona hafði fórnað 10 árum ævi sinnar með mér. Á fimmta og sjötta degi áttaði ég mig á því að þessi nándartilfinning fór vaxandi aftur. Ég sagði Rósu ekki frá þessari tilfinningu. Eftir því sem á leið á mánuðinn var alltaf auðveldara og auðveldar að halda á henni, kannski var þessi æfing á hverjum degi að styrkja mig.

Einn morguninn var hún að velja föt fyrir daginn, hún prufaði nokkra kjóla en gat ekki með nokkru móti fundið eitthvað sem hún gat verið í, dæsti síðan og sagði; „Öll fötin mín hafa stækkað!“ Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að hún var orðin svo horuð, það var ástæðan fyrir því að ég átti sífellt auðveldara með að halda á henni.

Það var þá sem ég áttaði mig hvað hún bar svo mikinn sársauka og sorg og án þess að átta mig á því teygði ég mig til hennar og snerti höfuð hennar.

Á þeirri stundu kom sonur okkar inn og sagði; „pabbi, það er kominn tími til að halda á mömmu fram.“ Fyrir honum var það orðinn hluti af daglegu lífi að ég héldi á móður hans að útidyrunum. Hún benti honum að koma og faðmaði hann þétt að sér. Ég sneri mér undan því ég var hræddur um að ég myndi hætta við allt saman. Ég tók hana upp og hélt á henni í fangi mínu í gegnum húsið. Hún hélt þétt um hálsinn á mér og ég hélt henni þétt að mér, alveg eins og á brúðkaupsdaginn okkar.

Það gerði mig hryggann hvað hún var orðin létt og á síðasta degi mánaðarins hélt ég henni í örmum mínum og skrefin voru óbærilega þung. Sonur okkar var þegar farinn í skólann. Ég hélt henni þétt að mér og sagði; „Ég hafði ekki tekið eftir því að við höfðum tapað nándinni í sambandi okkar.“

Ég keyrði í vinnuna, stökk út úr bílnum án þess að læsa honum. Ég var hræddur um að ef ég myndi bíða myndi ég hætta við. Ég hljóp upp stigann, beint að skrifstofunni hennar Rósu, opnaði hurðina og sagði; „Ég vil ekki skilja við konuna mína lengur, fyrirgefðu mér Rósa en ég get það ekki!“

Hún horfði furðulostin á mig, stóð upp frá skrifborðinu sínu, gekk til mín og snerti enni mitt; „Ertu með hita!“ Ég tók í hendi hennar og færði hana af enninu á mér og sagði henni að ég gæti ekki látið skilnaðinn ganga í gegn, hjónabandið hefði kannski verið leiðinlegt en það hefði verið vegna þess að við hefðum misst af litlu hlutunum, verðmætunum sem gefa lífinu gildi, ekki vegna þess að við elskuðum hvort annað ekki lengur. Núna gerði ég mér grein fyrir því að frá því að ég hélt á henni á brúðkaupsdaginn okkar ætti ég að halda á henni þar til dauðinn aðskilur okkur. Rósa áttaði sig allt í einu á því að mér var alvara og sló mig utanundir með háum hvelli, ýtti mér út um hurðina, skellti á eftir mér og ég heyrði grát hennar þegar ég gekk eftir ganginum.

Ég fór út og hélt heim á leið, stoppaði við í blómabúð á leiðinni og keypti risastórann blómvönd handa konunni minni.
Afgreiðslustúlkan spurði mig hvað ég vildi að myndi standa á kortinu og ég sagði; „Ég mun bera þig á hverjum morgni þar til dauðinn aðskilur okkur“

Sjá einnig: 71 árs og hefur fengið fjölda verðlauna fyrir súlufimi sína

Um kvöldið kom ég heim, brosandi með blómvöndinn. Ég hljóp upp stigann til hennar og fann hana í rúminu, hún var dáin. Konan mín hafði verið með krabbamein í marga mánuði, ég hins vegar hafði ekki tekið eftir neinu þar sem ég var svo upptekinn af Rósu að ég hafði ekki litið við henni. Hún vissi að hún ætti mjög skammt eftir og með skilyrðum hennar hafði hún sýnt syni okkar ástríkan eiginmann síðustu daga hennar og hlíft honum við því að sjá föður sinn yfirgefa móður hans á ögurstundu.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli í samböndum, það eru ekki peningarnir, bílarnir, húsin eða efnislegu eignirnar. Efnislegu hlutirnir geta í sumum tilfellum stuðlað að hamingju en einir og sér veita þeir þér hana ekki.

Gefðu þér tíma til að fara yfir litlu hlutina sem skipta máli í þínu lífi og hvaða hlutir það eru sem skapa nánd með þér og þeim sem þú elskar. Ef þú ert ekki í sambandi núna að þá eru þetta mikilvæg atriðið til að hafa í huga frá upphafi og það er aldrei of seint að byrja að taka eftir þeim.

17642_374276836013160_375396043_n

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here