Þúsundir fylgjast með lýtaaðgerðum í beinni gegnum Snapchat

Snapchat notendur geta nú fylgst með störfum Dr. Michael Salzhauer, 43 ára gamals lýtalæknis sem rekur sína eigin stofu í Miami og sjónvarpar lýtaaðgerðum í beinni – ef svo má segja – gegnum Snapchat.

Áskrifendur lýtalæknisins, sem tók upp á því að deila aðgerðum gegnum Snapchat þegar stjórnendur Instagram sögðu nóg komið og lokuðu á notendaaðgang hans – telja langt yfir 100.000 manns hvaðanæva úr heiminum. Dr. Salzhauer, sem varð brjálaður svo ekki sé meira sagt þegar Instagram sagði nóg komið, opnaði Snapchat aðgang með aðstoð dóttur sinnar sem er á unglingsaldri og lætur allt vaða meðan skjólstæðingar hans eru undir áhrifum svæfingar.

Já, þetta er bara sá veruleiki sem lýtalæknar starfa við í Miami í dag. Ég er ekkert feiminn við að deila upptökum af aðgerðum sem ég framkvæmi – ég vil að fólk sjái þetta í raunmynd.

tumblr_nm55y9p1Pm1uo8fx1o1_1280

Þegar Instagram setti lækninum góða mörk vegna ósæmilegra myndbirtinga, var notendaaðgangur hans með eina 90.000 áskrifendur sem allir hurfu á augabragði. Það var þá sem Salzhauer leitaði á náðir 15 ára gamallrar dóttur sinnar, sem setti upp Snapchat fyrir föður sinn með fyrrgreindum afleiðingum. Að eigin sögn er hann fyrsti lýtalæknirinn í sögu Bandaríkjanna (og eflaust um víða veröld) sem sendir út myndbrot af eigin aðgerðum gegnum samskiptamiðilinn.

Ég meina, ég vaknaði bara upp einn daginn og allir Instagram áskrifendurnir voru horfnir. Ég veit ekkert af hverju. Svo ég fór að hugsa – hvað get ég gert fyrir allt fólkið sem vill sjá og fylgjast með störfum lýtalæknis? Vill skoða árangurinn af þeim aðgerðum sem ég framkvæmi? Þannig kom Snapchat inn. 

Sjá einnig: Tvíburasystur hafa eytt 26 milljónum í aðgerðir til þess að líta eins út – Sofa hjá sama manninum

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-04-30 23-04-58

Yfir 2000 manns fylgdust með Dr. Salzhauer deila sínu fyrsta myndbroti á Snapchat, þar sem hann framkvæmdi meðal annars fitusog, svuntuaðgerð og setti fyllingu í rasskinnar.

Hvað veit ég um þennan miðil? Ég hafði enga hugmynd um hvort þetta væri mikið eða lítið. Svo ég spurði dóttur mína hvað henni fyndist um Snapchat tölurnar, þegar ég kom heim frá vinnu þann daginn og augun ætluðu bara út úr barninu. Hún sagðí bara – pabbi, þetta eru rosalegar tölur.

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-04-30 23-06-24

Áskrifendum hefur fjölgað talsvert frá fyrsta degi og nú bíða þyrstir Snapchat notendur á hverjum degi eftir grafískum myndbrotum sem læknirinn góði birtir á miðlinum – en vinsældir hans hafa aukist svo gífurlega frá fyrsta myndbrotinu sem hann deildi á Snapchat að Dr. Salzhauer er fullbókaður fram í júlí 2016; hann kemur ekki fleiri skjólstæðingum að fyrr en á næsta ári.

Það er ekkert að þessu – ég deili einfaldlega minni vinnu. Ég hef framkvæmt yfir 10.000 lýtaaðgerðir – enginn hefur nokkru sinni dáið á bekknum hjá mér og enginn hefur átt í erfiðleikum vegna svæfingu. Þetta ætti bara að setja hlutina í ákveðið samhengi – fólk getur fylgst með því hvað ég er að gera og það í rauntíma og það eitt ætti að veita skjólstæðingum mínum ákveðna hugarró.

Sjá einnig: Hún er 15 ára og hefur farið í ótalmargar fegrunaraðgerðir

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-04-30 23-04-36

Stjórnendur Instagram virðast hafa tekið lækninn í sátt, því maðurinn er snúinn aftur á miðilinn, þar sem hann deilir ljósmyndum af aðgerðum í gríð og erg og er með eina 125.000 notendur.

Það er fullt af fólki þarna úti sem segir að ég geti framkvæmt þær aðgerðir sem þeim langar að undirgangast. Ég meina, þau vilja öll líta betur út. Það er langur biðlisti eftir aðgerðum hjá mér – en flestum þykir biðin fyllilega þess verð. Sem mér finnst frábært.

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-04-30 23-07-24

Auðvitað er þó hinn sýnigjarni læknir ekki einn að störfum, nú er svo komið að hann er kominn með lítið teymi sem sér um að uppfæra samskiptamiðlana fyrir hann. Læknirinn er með kvikmyndatökufólk í vinnu, sem filmar gjarna fáeinar mínútur af hverri aðgerð sem framkvæmd er og teymið svarar einnig einföldum spurningum frá áskrifendum. Þess má einnig geta að allir sjúklingar sem festir eru á filmu undirrita samþykki þess efnis áður en þeir leggjast undir hnífinn.

Nei, það er ekkert erfitt að fá samþykki skjólstæðinga. Ríflega helmingur skjólstæðinga minna er alveg til í þetta – örfáir beiðast undan því að vera myndaðir – en svo eru það þeir sem biðja hreinlega um að fá að vera á Snapchat.

Sjá einnig: Fór í lýtaaðerðir til að líkjast Jessicu Rabbit

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-04-30 23-08-37

Þó myndirnar séu mjög grafískar í eðli sínu – en það er ástæða þess að Instagram úthýsti lækninum í upphafi – er engu líkara en að verið sé að horfa á raunveruleikaþátt gegnum Snapchat. En læknirinn góði segist þó engan áhuga hafa á sjónvarpi.

Nei nei. Ég vil bara vera á Snapchat. Það er miklu betra en að vera í sjónvarpi. Engar auglýsingar, engin ritskoðun og ekkert handrit.

@therealdrmiami

SHARE