Tilbúin í annað samband? – Þór heilunarmiðill svarar fyrirspurn lesanda

Lesandi spyr:

Sæll, mig langaði bara að prufa að senda þér línu.

Veit ekki hvernig þetta virkar, en ég er svona í hugleiðingum hvernig ég gæti bætt líf mitt.

Það eru tvö ár síðan ég skildi og finnst ég núna vera tilbúin að opna næsta kafla og kynnast nýrri ást. Vandamálin eru svo sem engin sérstök og ekki hægt að kvarta í raun.  Tímaleysi einstæðrar móður þá einna helst og það væri auðvitað alltaf betra að eiga hærri upphæð í bankanum.  En það kannski kemur bara með tímanum?

Kveðja

Þór svarar: 

Sæl og blessuð og takk fyrir bréfið

Þínar hugleiðingar eru stórar og ekkert einfalt svar algilt en þó eru nokkur atriði sem þú þarft að skoða vel fyrir næsta kafla. Þér hefur tekist bærilega einveran þótt tár hafi fallið á kodda stundum þegar þú varst um það bil að gefast upp en þú ert mikil félagsvera og þarft fleira í kring um þig en bara börnin þótt þau séu yndisleg.

Þú þarft að skoða og bera saman á algerlega heiðarlegan hátt uppgjörið við sálina og sjálfa þig úr fyrri sambúðinni og setja á blað alla plúsana og alla mínusana. Þetta er ekki skussalisti heldur heilbrigð innri skoðun á hvað fór úrskeiðis í fyrri sambúðinni sem ég ræði ekki.

Ef þú gerir þetta á einlægan hátt fyrir þig ertu búin að kortleggja hvernig kostum nýr sambýlingur þarf að vera búinn og þar inni eru börnin og sambúðin við þau. Þegar þú nýtir innsæið við valið en ekki þarfir þá finnur þú þann rétta hann beinlínis kallar á þig..

Börnin þurfa sinn tima til að taka nýjan aðila í sátt með mömmu og sé þetta ekki gert verður þetta skaðlegt þeim, skapar samkeppni um mömmu, fer hún líka eins og pabbi og allskonar slíkar spurningar sem barnið veltir fyrir sér.

Farðu þér hægt á nýrri braut og taktu þér þann tíma sem þú þarft til að finna ástina og umfram allt gleymdu öllu varðandi fyrri sambúðinni og farðu aldrei í einskonar samanburðarskoðun.

Kveðja

Þór Gunnlaugsson – thor@hun.is

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here