Tina Turner hefur alltaf talað opinskátt um ofbeldið sem hún þurfti að þola af hendi fyrrverandi eiginmanns síns, Ike Turner. Í ævisögu sinni, My Love Story, sem kemur út seinna í þessum mánuði segir Tina að hún hafi reynt að taka sitt eigið líf í þegar hún var gift Ike.
Í bókinni segir Tina frá þeim hræðilegu dýfum sem líf hennar tók þegar Ike hélt ítrekað framhjá henni og gekk í skrokk á henni. Í einni af þessum dýfum tók söngkonan til þess ráðs að reyna að taka sitt eigið líf með því að taka inn svefnlyf.
„Mér leið eins og þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera. Strax eftir kvöldmat tók ég allar töflurnar, en þær voru 50 talsins. Það var ekki auðvelt verk,“ skrifar Tina í My Love Story.
Sjá einnig: „Hún var svo falleg!“ – David Spade um sjálfsvíg Kate Spade
Í þessari bók segir Tina frá átakanlegum smáatriðum sem áttu sér stað fyrir og eftir þessa sjálfsvígstilraun. Tina viðurkennir að þetta hafi ekki verið skyndiákvörðun heldur hafi hún verið búin að ákveða þetta fyrirfram. Hún laug að lækni sínum að hún gæti ekki sofið svo hún gæti fengið lyfseðil fyrir svefnlyfjunum. Einnig segist Tina hafa tímasett sjálfsvígið þannig að það myndi ekki trufla dagskrá þeirra Ike, en þau komu oftast fram saman á þessum tíma.
Rétt eftir að Tina tók lyfin tók fólkið í kringum hana eftir því að hún átti erfitt með að setja á sig farða og talaði upp úr eins manns hljóði. Þá var farið með hana á spítalann og pumpað upp úr henni.
Það var svo ekki fyrr en Ike fór að tala við hana við rúmstokkinn hennar á spítalanum sem hún vaknaði. Orð Ike voru langt frá því að vera til þess gerð að eiga að styðja við bakið á henni. Tina segir að Ike hafi verið að segja henni að deyja bara og kallaði hana „mot*** fu****“.
Sjá einnig: Kanye West talinn vera í sjálfsvígshættu
Sonur Tina, Craig Turner, tók sitt eigið líf í sumar á heimili sínu í Los Angeles. Í skýrslu frá krufningalækni kom fram að Craig hafði fallið, eftir edrúmennsku, rétt áður en hann notaði skotvopn til að enda sitt líf.