Tískufatnaður á viðráðanlegu verði – Verða á Austur á laugardag

„Við erum um 10 stykki sem ætlum að selja allskonar flíkur, skart, töskur, barnaföt og jafnvel eitthvað fyrir herrana,“ segir Marín Manda sem ætlar að vera, ásamt fríðu föruneyti, á Austur á laugardaginn frá kl 11 til 17.

Marín segir að það sé vel þess virði að kíkja við og fá sér kaffi og beyglu og skoða varninginn enda eru þessar dömur allar miklar tískudrottningar. „Fólki er velkomið að prútta enda er ætlunin að hreinsa til hjá sér og selja flíkur á viðráðanlegu verði. Það verður að minnsta kosti skemmtileg stemmning þarna og ég vona að sem flestir mæti,“ segir Marín Manda að lokum.

Stelpurnar eru með Facebook síðu þar sem hægt er að sjá brot af því sem verður í boði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here