Tískufatnaður frá Svölu Björgvins

Svala Björgvinsdóttir sem er söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord er ekki bara hæfileikarík söngkona, heldur hannar hún líka tískufatnað undir merkinu Kali. Hún hefur komið með fatalínu áður en þessi lína er sú seinni sem þessi hæfileikaríka kona sendir frá sér.

„Ég fékk innblástur að þessari línu úr myndinni The Hunger sem er eftir Tony Scott og er með Susan Sarandon og Cathrine Deneavue og myndinni Tank Girl með Lori Petty,“ segir Svala. „Mig langaði að gera línu sem voru meira með „outfits“ og maður gæti „mix og matchað“ saman öllum fötunum.“

Mágur Svölu, Elli Egilsson listamaður, hannaði myndir á 2 peysur sem hún hannaði og gerði hann það listavel með þessum „tribal“ myndum. Kali-Look-Book-2-page03

Svala er að bæta við 6 nýjum flíkum við þetta línuna sem koma í júní en hægt er að kaupa öll fötin hennar á lastashop.com og ef þú kaupir yfir $100 þá færðu fría heimsendingu. Fötin verða líka seld í nokkrum vel völdum búðum á Íslandi í sumar. 

Hér eru myndir af línunni

SHARE