Tom Hanks skammar mann á kvikmyndahátíð í Cannes

Tom Hanks(66) virtist vera að skamma starfsmann hátíðarinnar þegar hann og Rita Wilson gengu saman á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þriðjudagskvöld.

Á myndum má sjá þennan starfsmann benda á Tom þegar hann stillti sér upp með félögum sínum úr „Asteroid City“.

Þegar Rita kom svo til eiginmanns síns mátti sjá Tom ota fingri að þessum óþekkta manni og virtist hann reiður og Ritu virðist langt frá því að vera skemmt líka.

Maðurinn virðist hafa verið með einhverskonar dólg við Tom og þau létu ekki bjóða sér neinn dónaskap. Þess má til gamans geta að Tom og Rita fögnuðu nýlega 35 ára brúðkaupsafmæli sínu.

SHARE