Tónlistargoðið Lou Reed látinn 71 árs að aldri.

Tónlistarmaðurinn Lou Reed lést í dag, 71 árs að aldri.
Dánarorsök Reed hefur ekki verið gerð opinber.

Fjölmargir vinir og aðdáendur Reed hafa í dag vottað honum og ferli hans virðingu sína á facebook og öðrum samfélagsmiðlum.

downloaddownload (1)images

Reed er best þekktur sem gítarleikari, söngvari og lagasmiður hljómsveitarinnar Velvet Underground og fyrir sólóferil sinn. Reed hafði mikil áhrif á bandaríska tónlistarsögu með sinni framúrstefnulegu rokktónlist.  Verk hans og AndyWarhol eru viðurkennd sem ein mikilvægasta samvinna samtímans. Reed fór ekki í felur með það í tónlist sinni að hann var háður áfengi og eiturlyfjum.

download (3) download (4)

download (2)images (1)

Reed fæddist í Brooklyn 2. mars 1942, hann var af gyðingaættum og fékk skírnarnafnið Lewis Allan Reed. Hann lærði að spila á gítar með því að hlusta á útvarpið og í menntaskóla lék hann í fjölmörgum hljómsveitum. Reed sem var tvíkynhneigður var sem unglingur settur í raflostmeðferð sem ætlað var að lækna kynhneigð hans. Reed samdi lagið “Kill your sons” út frá þeirri reynslu. 1980 hóf hann nám við Syracuse háskólann og lagði stund á fjölmiðlafræði, skapandi skrif og kvikmyndastjórnun, áamt því að sjá um útvarpsþátt á WAER útvarpsstöðinni í Syracuse.

1964 flutti hann til New York og fór að sjá um textagerð fyrir Pickwick útgáfufyrirtækið. Hann samdi smellinn “The Ostrict” sem varð til þess að útgáfufyrirtækið ákvað að búa til hljómsveit með Reed innanborðs og meðal þeirra sem kallaðir voru til var John Cale, velskur tónlistarmaður sem flutt hafði til New York til að leggja stund á tónlist. Reed og Cale bjuggu saman og stofnuðu síðar hljómsveitina Velvet Underground ásamt Sterling Morrison gítarleikara og Maureen Tucker trommuleikara.

Hljómsveitin náði fljótt athygli listamannsins Andy Warhol og í næstum öllum viðtölum við Reed nefnir hann Warhol sem sinn helsta lærimeistara.  Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi ekki náð mikilli frægð meðan hún starfaði jukust vinsældir hennar stöðugt eftir að hún lagði upp laupana og hefur hún öðlast ákveðna cult ímynd, 1996 var hún síðan viðurkennd inn í frægðarhöll rokksins.

Árið 2008 giftist Reed unnustu sinni til margra ára, tónlistarkonunni Laurie Anderson.

lou_reed

 

 

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”4wNknGIKkoA”]

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”QYEC4TZsy-Y”]

 

 

 

 

 

 

 

 

SHARE