Tortillaskálar með guacamole – Uppskrift

Það er gaman að borða mexíkóskan mat. Flest kunnum við vel að meta mjúkan burrito eða  matarmikla quesadillu. Ég þarf þó alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt og leika mér með mismunandi útfærslur. Þessar tortillaskálar sem mætti einnig kalla tacoskálar gleðja augað, kveikja á garnagaulinu og dáleiða bragðlaukana. Þú bara verður að prófa!

 

Heilhveiti tortillur

Hýðishrísgrjón (soðin)

Ostur að eigin vali

 

Hakk

400 gr. hakk

300 gr. medium chunky salsa frá Santa Maria

1 dl vatn

1 lítil dós ora maísbaunir

½ paprika

4 sveppir

½ kúrbítur

1 venjulegur laukur

Salt og pipar

 

Guacamole

1 avocado

1 tómatur

1-2 hvítlauksrif

1 tsk sítrónusafi

100 gr. kotasæla

Salt og pipar

 

Aðferð

1. Takið heilhveiti tortillur og setjið í litlar skálar eða mót sem þola að fara í ofn. Bakið í 20 mínútur við 180 gráður.

2014-02-21 19.18.27

2. Setjið hakk á vel heita pönnu og steikið þar til það nær brúna litnum.

3. Bætið salsa og vatni við og blandið vel saman.

4. Skerið niður grænmetið og bætið við ásamt maísbaunum. Saltið og piprið eftir smekk. Látið malla áfram.

2014-02-21 19.21.02

5. Takið tortillaskálarnar út úr ofninum. Nú eiga þær að vera orðnar vel stökkar og hægt að taka þær úr skálinni/mótinu.

2014-02-21 19.22.20

6. Setjið soðin hýðishrísgrjón í botninn á skálunum.

2014-02-21 19.23.26

7. Setjið hakkblönduna ofan á hrísgrjónin og ost þar ofan á.

8. Setjið skálarnar aftur inn í ofn og bakið í 10 mínútur í viðbót.

2014-02-21 19.41.40

9. Setjið allt sem á að fara í guacamole-ið í matvinnsluvél eða blandara og mixið vel saman.

10. Takið skálarnar út og toppið með guacamole.

2014-02-21 19.46.54

Þetta bar ég svo fram með salati og blákornasnakki (blue corn chips) – það bara gerist ekki betra!

 

 

SHARE