TÖRUTRIX– Tannkrem bjargar málunum.

Það eru alltaf allir að tala um töfrana við kókósolíuna en ég ætla að segja ykkur frá TRIXINU við tannkremið.

Við könnumst öll við tannkrem, já þetta hvíta, græna eða bláa sem við notum til þess að bursta tennurnar kvölds og morgna til að koma í veg fyrir skemmdir á tönnunum.

Þetta kemur þér kannski á óvart en vissir þú að hægt er að nota tannkrem á marga aðra vegu en einungis á tennurnar.

toothpaste-test

Sjáeinnig: Lærðu að láta húðina ljóma: Tara Brekkan kennir okkur réttu handtökin

Bólur:

Þið kannist sum við það að vera með vessandi bólu á andlitinu á ykkur og hyljari dugir ekki nema skammt, þú rétt svo hreyfir munninn og bólan mætt undan hyljaranum, gjúggíborg! og þú staflar og staflar hyljara yfir hana.

Þá er nefnilega til sniðugt TRIX og það er að setja tannkremið sem þú átt heima hjá þér yfir bóluna! Já! hvaða tannkrem sem er virkar.

Þá er bæði hægt að setja vel yfir bóluna og sofa með yfir nótt og tannkremið mun þurrka bóluna upp! Vúhú! Einnig er hægt að setja minna magn af tannkremi að degi til þegar þú ferð út og leyfa tannkreminu að vera á og smá hyljari eða farði yfir og þá vessar ekkert og bólan þornar upp.

En munið að  fara mjög varlega með þetta trix og passið ykkur að setja einungis á bóluna en ekki á húðina því tannkremið þurrkar húðina upp.

bolur acne hud

Frunsa:

Sama á við um þessar “blessuðu” frunsur sem margir fá (hmm.. ég er ein af þeim.. ) og getur það komið upp vegna sólskins, álags, veikinda eða mikið af kossaflensi (híhí). Við eigum ekki alltaf frunsukrem heima hjá okkur eða ef við erum kannski uppí bústað eða í útilegu. Þá er gamla góða TRIXIÐ að nota tannkremið góða. Þið kannist við ónota tifinninguna við að hafa frunsu og það stoppar strax við að setja tannkremið á, stoppar að frunsan vaxi meira og sótthreinsar og drepur hana. Aahhhh.

 

unnamed-1


Fílapenslar:

Jebb, tannkrem getur losað okkur við fílapenslana líka. Farðu samt varlega í þetta ráð ef þú ert með viðkvæma húð.

Það er gott að byrja á að hita húðina með volgum þvottapoka eða fara í heita sturtu fyrst til þess að opna húðina.

Þú blandar saman tannkremi við smá af salti og makar því yfir nefið eða á þann stað sem að fílapenslarnir eru. Látið þetta bíða á húðinni í um það bil 10-15 mínútur og skolið síðan tannkrems-saltblönduna af og fílapenslarnir skolast af með. Síðan í endann er gott að setja kalt vatn yfir andlitið til þess að loka húðinni aftur og setja gott krem yfir.

Silfirið:

Svo í lokin ef þið eruð í stuði fyrir að fægja silfrið þá virkar tannkremið mjög vel á það.

Ég vill leggja áherslu á að þetta er heimilisráð og sumir gætu ekki þolað þetta ef um þurra viðkvæma húð er að ræða.

SHARE