Trúlofunaraskjan sem getur kollvarpað framkvæmd bónorða!

Hrakfallasögur ástfanginna vina og kunningja af framkvæmd bónorða hrundu af stað röð hugmynda sem hinn 26 ára gamli Andrew Zo hratt í framkvæmd, en hann er vöruhönnuður að mennt.

Andrew hafði hlýtt á ótal umkvartanir og fengið að heyra af brambolti vina, sem allir sem einn höfðu snuðrast um með fyrirferðarmikil og ólöguleg skartgripabox í jakkavasanum og áttu í mestu erfiðleikum með að fela lögunina í jakkavasanum fyrir sínum heittelskuðu þegar bera átti bónorðið upp.

Þeir karlmenn sem ég þekki og ræddi við, sögðu mér allir sem það hefði verið hræðilega taugatrekkjandi reynsla að fela kúlulaga hringboxið í jakkavasanum þegar stóra stundin var í nánd. 

Andrew lagði á ráðin, settist niður við teikniborðið og útkomuna má sjá hér að neðan, en þetta mun vera Clifton trúlofunaaskjan:

enhanced-2425-1409758659-27

Askjan, sem lítur út eins og kreditkortahulstur, er örþunn og nægilega lítil til að passa í seðlaveski, en þetta er ekki allt – því askjan er útbúin á svo hagnýtan hátt að það er nær undarvert.

Þetta er allur galdurinn:

ezgif.com-gif-maker

Fréttir af leyniboxinu góða birtust fyrir skemmstu á Reddit og í stuttu máli sagt vakti hönnunin svo mikla athygli að Andrew, sem handgerir sérstaklega hvert og eitt hulstur, hefur ekki undan lengur og er allur lagerinn uppseldur í bili.

enhanced-17547-1409761679-5

Andrew segir þó að ekki verði þess langt að bíða að hann vinni upp hæfilegan lager að nýju og tekur þannig við pöntunum gegnum vefsíðu sína. Dýrðin kostar litla 90 dollara eða tæpar 11.000 íslenskar krónur og miðað við þá eftirspurn sem leyniboxið góða hefur vakið er enginn vafi á því að ástin blómstrar í öllum hornum heims, hvað sem streitu nútímans líður.

 

SHARE