Tveimur árum eftir andlát sitt gaf hún fjölskyldu sinni ógleymanlega gjöf.

Rétt fyrir andlát sitt skrifaði Brenda Schmitz bréf með þremur óskum í og lét vinkonu sína hafa með því skilyrði að póstleggja ekki bréfið fyrr en David eiginmaður Brendu væri ástfanginn að nýju.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”AG-xGNh3diw#t=177″]

Brenda eiginkona og móðir fjögurra drengja lést í september 2011 eftir baráttu við krabbamein í eggjastokkum.

enhanced-buzz-15969-1387649682-6

 

Mánuði fyrir andlát sitt skrifaði Brenda bréf til útvarpsstöðvarinnar Star 102,5 í Des Moines í Iowa. Hún bað vinkonu sína um að póstleggja ekki bréfið fyrr en David eiginmaður Brendu hefði kynnst nýrri konu og orðinn ástfanginn að nýju.

enhanced-buzz-24474-1387649718-32

Á hverju ári gefur útvarpsstöðin lesendum sínum kost á að senda inn jólaóskir sínar og uppfyllir aðeins nokkrar þeirra. Útvarpsstöðin bauð David að koma í viðtal og kom honum á óvart með því að segja honum frá bréfi eiginkonu hans og lesa það upp í beinni útsendingu:

“Þegar þú heyrir þetta bréf lesið mun ég þegar hafa tapað baráttu minni við krabbameinið”, skrifar Brenda í upphafi bréfsins. Í því biður Brenda um að þrjár óskir hennar verði uppfylltar. Sú fyrsta að nýja ástin og konan í lífi Davids, Jayne Abraham, sem hann kynntist í október 2012 fái dekurdag með öllu tilheyrandi. “Hún á það svo sannarlega skilið, að vera stjúpmóðir allra drengjanna. Leyfið henni að njóta sín og látið hana vita að ég kann að meta allt sem að hún gerir fyrir fjölskyldu sína. Þakka þér fyrir, ég elska þig hver sem þú ert”.

enhanced-buzz-24977-1387649686-24

Önnur ósk Brendu var draumaferð fyrir alla fjölskylduna og sú þriðja skemmtikvöld með mat, drykkjum og fjöri fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga Mercy Medical spítalans sem sáu um meðferð hennar.

“Við höfum verið með Jólaósk prógrammið í yfir 2o ár og höfum aldrei fengið beiðni í líkingu við þessa”, sagði útvarpsstjórinn Scott Allen.

enhanced-buzz-8896-1387649685-2

“Þetta bréf kemur mér ekki á óvart, vegna þess að síðasta eitt og hálfa árið höfum við séð ótal merki þess að hún sé ennþá hjá okkur”, sagði David og sagði frá að morguninn sem hún lést hafi tvöfaldur regnbogi birst en lagið “Somewhere over the rainbow” hafi verið uppáhaldslag hennar og eins sonar þeirra.

enhanced-buzz-8682-1387649684-23

 

Í bréfinu var jafnframt bréf frá Brendu til nýrrar eiginkonu Davids, sem afhenda átti henni persónulega.
enhanced-buzz-23776-1387649680-21

Allar óskir Brendu voru uppfylltar af útvarpsstöðinni og styrktaraðilum þeirra, sem sendi alla fjölskylduna, átta alls til Disneyworld: David, fjóra syni hans og Brendu, nýju eiginkonuna Jayne og tvær dætur hennar.
enhanced-buzz-9669-1387649681-29

SHARE