Tyga og Avril Lavigne staðfesta að þau séu saman

Tyga (33) og Avril Lavigne (38) hafa verið að stinga saman nefjum og hafa nú opinberað að þau eru vissulega saman.

Þau voru saman í gær, mánudag, á Paris Fashion Week og voru þau brosandi út að eyrum og kysstust oft.

Avril var í sambandi með Mod Sun og þau voru trúlofuð fyrir rúmum mánuði en það endaði mjög skyndilega. Tyga átti í nokkurra ára sambandi við Blac Chyna og þau eignuðust eitt barn saman. Eftir það átti hann í stuttu sambandi við Kylie Jenner og hlaut hann mikla gagnrýni fyrir að vera með svona ungri stúlku, en hún var bara 16 ára á þessum tíma og Tyga var 25. Stúlkur verða lögráða 18 ára í Bandaríkjunum.

SHARE