Týnd amma fannst í maga slöngu

Lýst var eftir eldri konu, Jahrah (54), fyrir skemmstu í Indónesíu lýsti eiginmaður hennar eftir henni þegar hún kom ekki heim á fyrirfram ákveðnum tíma. Hann fór og leitaði að henni sjálfur en fann bara sandala hennar, jakka, höfuðklút og hníf. Næsta dag kom hann aftur til að leita, með leitarflokki og þá rákust þeir á risastóra slöngu sem bersýnilega hafði gleypt eitthvað stórt.

Slangan var python slanga, sem er tegund af kyrkislöngu og var hún tæpir 7 metrar að lengd og höfðu heimamenn aldrei séð svona stóra slöngu.

Það kom í ljós að slangan hafði gleypt konuna í heilu lagi og myndband var birt þar sem verið er að skera slönguna upp og konan kemur í ljós. Hún var að sjálfsögðu látin en talið er að slangan hafi bitið konuna og kæft hana með því að vefja sig utan um hana. Allt þetta hafi tekið um 2 klukkustundir.

Það er til myndband af því þegar þeir ná slöngunni og skera hana upp en við mælum alls ekki með því að fólk horfi á það. Alls ekki fallegt

SHARE