Typpi á tískupalli

„Typpi á tískupallinum!“ – var hrópað á nýafstaðinni tískuviku. En þetta eru þó ekki fyrstu typpin sem beruð eru á heimavelli hátískunnar. Meadham Krichoff (SS15) skartaði hálfberum fyrirsætum á sínum pöllum en þeir þrömmuðu stoltir í gegnsæjum nærfötum. Einhverra hluta vegna þykir fólki það meira hneyksli að sýna holdið óhindrað en þegar lítil gegnsæ dula hylur það að hluta til. Aðrir sýningargestir segja þó að sýningin hafi ekki haft truflandi áhrif því typpin hafi jú verið svo illsjáanleg gegnum holur og göp efnanna svo siðgæðisvitund þeirra hafi sloppið tiltölulega ósködduð.

Rick Owens show, Autumn Winter 2015, Men's Paris Fashion Week, France - 22 Jan 2015

Niðurstaðan er þó sú að naktir karlmenn (meðan nektin felur ekki í sér uppistand) hreyfa mun meira við fólki en naktar konur, enda eru þær algengari sjón. Með þessu uppátæki brennimerkti hönnuðurinn, Rick Owen, nú betur þekktur sem Dick Owen, nafn sitt rækilega í sögubækurnar og lái honum það hver sem vill.

Lestu greinina í heild sinni hérna.

nude-logo-nytt1-1

Tengdar greinar:

Er tíska andfeminískt áhugamál?

Vortískan: Mildir og bjartir litir með æpandi ívafi í fylgihlutum

With Passion: Funheit götutíska innblásin af stílista Beyoncé

SHARE