Konukvöld K100,5 var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi og mættu fjölmargar konur á svæðið og stemningin var gríðarlega góð.

Búðirnar voru með veglegan afslátt og voru margar konur sem nýttu sér hann og örkuðu um, skælbrosandi, um Smáralindina klyfjaðar pokum, sáttar með góð kaup.

IMG_2342

Lifandi tónlist var í Smáralindinni og Kaleo, Sigga og Grétar og fleiri stigu á svið og skemmtu gestum.

IMG_2340

Modus var svo með flotta tískusýningu og var Vala Grand ein af módelunum og var glæsileg að vanda

2012-11-27 08.31.35

Það voru fjölmargir að gefa hvítvín og rauðvín og svo var súkkulaði á hverju strái.

Smelltu á myndirnar til að fletta í albúminu:

SHARE