Umbreyttu heilsunni með „Oil pulling“

Oil pulling er ævagömul aðferð til að auka heilsu og til að hreinsa líkamann af eiturefnum (detoxa). Hún felur í sér notkun á hreinum olíum sem notaðar eru til að losa líkamann við slæmar bakteriur, sveppi og aðrar slæmar lífverur sem eru í munni, á tönnum, gómnum og jafnvel í hálsi.

Hvernig á að framkvæma þessa aðferð

Til að hafa þetta sem áhrifaríkast er mest að nota sirka eina matskeið af kaldpressaðri lífrænni sesam olíu, setja hana hreinlega í munninn og skola munninn með henni í u.þ.b. 10-15 mínútur og spýta henni svo út.

Aðrar olíur svo sem extra virgin, kaldpressuð kókosolía, sólblóma- og ólívuolía hafa einnig verið notaðar, en sesam olían hefur reynst áhrifaríkust fyrir þessa athöfn en einnig er gott að skipta reglulega um olíur til að halda áhrifunum sem mestum. Það að nota hágæða olíur til að skola munninn hefur margvísleg áhrif.

Fyrst, þegar olían blandast munnvatninu, breytist hún í þunnan, hvítan vökva. Lípíð sem eru í olíunni byrja að taka til sín (pulling) eiturefni úr munnvatninu. Þegar olíunni er “þeytt” um munninn eins og munnskoli, fer hún að taka til sín eiturefnin úr munninum, af tönnum, gómnum og tungunni.  Eftir einhverjar mínútur verður oían þykk, seigfljótandi og hvít og þá er tími til að spýta henni út úr sér áður en eiturefnin fara aftur úr henni og til baka í munninn.

Það er mælt með að framkvæma þessa aðferð einu sinni á dag, áður en tennur eru burstaðar eða morgunmaturinn er borðaður. Einnig er talað um að þessa aðferð megi framkvæma eftir hverja máltíð ef þörf er á enn meiri áhrifum, eins og til dæmis ef sveppasýking er í munni eða önnur óþægindi. Vona að þetta reynist vel!

Hverjir eru ávinningarnir?

Margar vísindalegar rannsóknir benda til þess að aðferð þessi bæti munn- og tannheilsu almennt. Sérstaklega ef notuð er sesam olía, munu bakteríum í munninum fækka, bæði í munnvatninu og á tannstein sem mögulega gæti verið á tönnum, ásamt því að þær eiga erfiðara með að haldast í slímhimnu munnsins.

Við þessa aðferð myndast einnig áhrif sem kölluð eru „sápun” en það er þegar olían myndar eins konar náttúrulega sápu sem svo hreinsar munninn. Þessi áhrif minnkar bakteríuflóru, minnkar líkur á sveppamyndun, eykur endurnýjun fruma og bætir starfsemi eitla og annara líffæra.

Annar ávinningur fyrir munnhols-heilsu:

  • Almennt sterkari tennur, gómur og kjálki
  • Fyrirbyggir munnholssjúkdóma og tannskemmdir
  • Kemur í veg fyrir andremmu
  • Gæti minnkað og jafnvel lagað blæðandi góm
  • Kemur í veg fyrir þurrk á vörum, í munni og í hálsi
  • Gæti minnkað einkenni frá svokölluðum TMJ sjúkdómi og minnkað almenn eymsl í kjálka

Almennur ávinningur

  • Minnkar mígreni
  • Kemur jafnvægi á hormónastarfsemi
  • Minnkar bólgur út frá liðagigt
  • Gæti hjálpað við magabólgum
  • Minnkar exem
  • Gæti minnkað einkenni frá bronchitis
  • Hjálpar við að halda virkni lifrar í jafnvægi
  • Gæti hjálpað við að minnka stíflur í ennis- og kinnholum
  • Sumir hafa talað um að sjón þeirra hafi batnað
  • Minnkar svefnleysi
  • Minnkar timburmenn
  • Hjálpar við að minnka sársauka
  • Minnkar einkenni ofnæmis
  • Hjálpar til við að losa líkamann við eiturefni og aðra skaðvalda sem í honum er

Sesam olían er rík af andoxandi eiginleikum sem og E vitamin og fjölómettuðum fitusýrum. Þessi andoxunarefni hafa þann eiginleika að stoppa upptöku slæma kólesterolsins í lifrinni. Margar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikla bakteríudrepandi eiginleika sesam olíunnar. Þessi atriði styðja það að þessi aðferð að nota oil pulling, muni minnka tannskemmdir og tannholdsbólgur.

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna mikla minnkun á bakteríum í munnholi, minnkun á tannstein og tannholdsbólgu eftir aðeins 45 daga.

Er ekki um að gera að prufa, gefa sér tvo til þrjá mánuði og sjá hvort eitthvað breytist? Miðað við þessar rannsóknir sem gerðar hafa verið höfum við engu að tapa en allt að græða!

SHARE