Uppáhalds kjúklingauppskriftin mín

 

Þessi uppskrift fyllir í öll boxin, hún er einföld, þú átt mjög líklega flest allt sem þarf i hana og hún er ROSALEGA góð.

Það eina sem þú þarft eru kjúklingabringur, tómatsósa, krydd, rjómi og smá olía til að steikja.

Kveiktu á ofninum, 180°. Láttu olíu á pönnu og steiktu kjúklingabringurnar. Þú þarft ekki að steikja kjötið í gegn, bara rétt loka því. Láttu bringurnar svo í eldfast mót.

Blandaðu saman tómatsósu og því kryddi sem þú elskar. Ég nota alltaf frekar mikið salt, pipar og karrý (ég elska karrý). Þér er alveg óhætt að vera mjög rausnaleg við kryddið, rjóminn mun mýkja það út. Svo hellir þú sósunni yfir kjúklinginn og lætur hann inn í ofn í ca. 45 mín.

Svo tekurðu hann út, hellir rjóma yfir og aftur inn í ofn í 20 mín. Hrísgrjón eru nauðsynleg með þessu, salat eða hvítlauksbrauð passar líka mjög vel við þennan rétt.

 

 

SHARE