Uppfært! – Minningarorð Robbie um 6 ára dóttur sína – Myndband

Robbie Parker átti litla stúlku sem var nýorðin 6 ára í skólanum í Connecticut. Hún féll fyrir hendi Adam Lanza sem fór inn í skólann og myrti þar 20 börn auk 6 fullorðinna.

Hún hét Emilie, litla stúlkan, og faðir hennar sagði nokkur minningarorð um hana fyrr í kvöld. Hann barðist við tárin á meðan hann talaði og sagði meðal annars að hún hafi alltaf verið brosandi og elskaði að teikna.

Emilie var ljóshærð og falleg og alltaf með bros á vör. Hún hefði verið sú fyrsta til að hjálpa til og veita þeim kærleik sem á þyrftu að halda, þannig manneskja var hún. Á meðan þessi djúpi sársauki tekur sér stað í hjörtum okkar þá er það huggun að hugsa til þess hversu mörg hjörtu hún hefur snert á sínum stutta tíma hér á jörðu. Hláturinn hennar var smitandi og allir sem fengu það tækifæri að hitta hana geta verið sammála um að heimurinn er betri með henni í honum.

Robbie segir að Emilie hafi þótt gaman að prufa nýja hluti, en alls ekki nýjan mat. Hún var mjög listræn og notaði öll tækifæri sem gáfust til þess að búa til mynd eða kort handa fólkinu í kringum sig.

Seinasta samtal þeirra feðgina fór fram á portúgölsku en Robbie var að kenna henni tungumálið. Hún sagði við hann „Góðan daginn, hvernig hefur þú það?“ og Robbie svaraði að hann hefði það gott. Emilie sagði að hún elskaði hann og Robbie kyssti hana og fór svo út.

Robbie segist ekki vera reiður og vottaði fjölskyldu Adam Lanza samúð sína og beindi þessum orðum til þeirra:

Ég get ekki ímyndað mér hversu erfið þessi reynsla er fyrir ykkur.

Emilie litla átti tvö lítil systkini, sem eru 3 ára og 4 ára.

 

Foreldrar Emilie, þau Alissa og Robert

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here