Úrskurður Depp vs. Heard er kominn!

Það hafa margir fylgst með málinu sem Johnny Depp höfðaði gegn fyrrum eiginkonu sinni, Amber Heard, en hún skrifaði grein og sakaði Johnny um að hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi nánast allt hjónaband þeirra.

Úrskurður var lesinn í beinni útsendingu rétt í þessu. Dómnefndin komst að þeirri einróma niðurstöðu að Johnny Depp og hans lögfræðingar hafi sannað að Amber Heard hafi haft rangt við og haft hann fyrir rangri sök og þarf hún því að borga honum bætur. Það þykir hafið yfir allan vafa að Amber, ásamt öðrum, hafi á skipulagðan hátt, sett á svið heimilisofbeldi sem ekki átti sér stað.

Amber getur eflaust áfrýjað en það þarf ekki að vera að hún muni gera það. Fréttamenn á Law&Crime rásinni töldu að Amber myndi örugglega ekki leggja það á sig og fjölskyldu sína að ganga í gegnum önnur réttarhöld.

SHARE