Vakin athygli á krabbameini í kvenlíffærum

Globeathon hlaupið/gangan er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon hlaupið er haldið á heimsvísu. Árið 2014 tóku 70 lönd í 280 borgum þátt og var þátttaka framar björtustu vonum skipuleggjenda hlaupsins. Í ár er stefnan sett á þátttöku í yfir 80 löndum.

 

Í ár eru það Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið sem standa saman að þessum viðburði. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. Skipuleggjendur stefna að því að slá metið frá því í fyrra þegar 280 manns tóku þátt. Skráning er hafin á hlaup.is.

 

Hlaupið hefst við Háskólann í Reykjavík kl. 11:00 sunnudaginn 13. september og verður boðið uppá 5 km og 10 km hlaup með tímatöku og einnig 5 km göngu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið.

 

Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum og hátt í 80 stórglæsilegir útdráttarvinningar!

 

Ágóðinn rennur óskiptur til Líf styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans sem hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.

 

Skráning og nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is en einnig verður tekið við skráningum á hlaupadag við Háskólann í Reykjavík frá kl. 9:00 fram til kl. 10:45.

 

Skráning og verð
Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti föstudaginn  11. september:

  • 500 kr. fyrir 14 ára og yngri   (f. 2001 og síðar)
  • 2.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2000 og fyrr )

Skráning frá og með föstudeginum 11. september og fram á hlaupdag:

  • 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2001 og síðar)
  • 3.500 kr. fyrir 15 ára og eldri  (f. 2000 og fyrr)

Globeathon2015auglsysng

SHARE