Hræðilega vandræðalegar sögur úr jarðarförum!

Þegar kemur að því að það þarf að jarða ástvini sína eða fjölskyldumeðlimi býr maður sig undir erfiða og vonandi hjartnæma kveðjustund með þeim sem eiga það eitt sameiginlegt að þekkja og elska þann sem féll frá, en það getur þó gengið nokkuð erfiðlega.
Það er margt sem að getur farið úrskeiðis við jarðarfarir og ég hugsa að það sé engin leið að undirbúa sig fyrir svoleiðis uppákomur!

Hér eru nokkrar sögur úr jarðarförum sem urðu vægast sagt vandræðalegar:

  • „Í kistulagningu afa míns lá maður í kistu afa, klæddur í föt, gleraugu og giftingarhringinn hans sem við þekktum bara alls ekki! Líkhúsið viðurkenndi svo fyrir okkur að þau hefðu týnt afa mínum..“
  • „Í líkvökunni varð að fjarlægja vinkonu þeirra látnu með valdi vegna þess að hún var alltaf að reyna að gefa þeirri látnu sopa af viskíinu sínu og sullaði þar með helling af áfengi ofan í kistuna hennar. Þetta var hræðilegt, fyrir alla!“
  • „Kærasta bróður mannsins míns læsti sig inni í bíl, grét og öskraði og sagðist ætla að drepa sig – í jarðarför tengdaföðurs okkar. Hún var svo í góðu lagi fimm mínútum seinna og sagði tengdamömmu að hún væri bara alls ekki vön að vera ekki miðpunktur athyglinnar og að hún hefði haldið að það að hún væri ólétt myndi fá alla til að gleyma þessu með að maðurinn hefði dáið.“
  • „Í jarðarför afa míns var presturinn alltaf að kalla afa heitinn vitlausu nafni.Prestur: Við erum hér saman komin til að minnast æfi Stefáns.Hann Stefán lifði góðu lífi. Ég fékk þó aldrei að kynnast honum Stefáni.
    Maki minn: Við þekktum Stefán ekki Heldur, Við erum að kveðja Bjarna!
    Og allir sem voru í kirkjunni sprungu úr hlátri!“
  • „Konan sem sannfærði mömmu um að hætta í lyfjameðferð og nota frekar ilmolíur mætti í jarðarförina hennar og dreifði nafnspjöldunum sínum til allra“
  • „Í jarðarför afa árið 2006 rambaði inn dauðadrukkin kona sem enginn kannaðist við og byrjaði að syngja lög úr þekktum söngleikjum, síðan grét hún þar til henni var fylgt út“

Það er sko ýmislegt sem getur gerst þó það gerist nú sem betur fer sjaldan!


Hægt er að lesa fleiri svona sögur hér.

SHARE