Var að fá kransæðastíflu en greindur með bakflæði

Íslenska ríkið á að greiða karlmanni 16 milljónir króna vegna rangrar sjúkdómsgreiningar, en greint er frá málinu á Vísi.is.

Maðurinn hafði leitað til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna sársauka milli herðablaðanna sem hafði varað í nokkra daga. Hann var greindur með bakflæði og fékk hann lyf við því.

9 mánuðum síðar kom maðurinn aftur til læknis vegna sömu verkja og þá kom í ljós að hann var með kransæðastíflu og var fluttur með hraði til Reykjavíkur. Hann fór í þrjár hjartaþræðingar á nokkurra vikna tímabili. 

Maðurinn fékk 10 milljónir í bætur frá Sjúkratryggingum Íslands og íslenska ríkið taldi að tjónið hefði verið bætt. Fyrir dómi  var svo sýnt fram á að starfsgeta mannsins væri verulega skert og voru honum því dæmdar rúmar 16 og hálf milljón í bætur og málskostnaður greiddur. 

SHARE