Kæmi Brad ekki á óvart ef Angelina byrjaði með Jared Leto

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Angelina Jolie og Jared Leto séu eitthvað að stinga saman nefjum. HollywoodLife hefur það eftir heimildarmanni að Angelina hafi alltaf verið eitthvað smá skotin í Jared.

 

Sjá einnig: Leyndarmál Angelina Jolie og Brad Pitt

„Angelina og Brad hafa oft rifist útaf Jared í gegnum árin. Brad var greinilega ógnað af Jared og treysti Angelina ekki þegar kom að honum,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

jared-leto-by-terry-richardson05-600x400

„Angelina notaði alltaf Jared til að ýta á takkana hans Brad. Hún talaði þá um að hún hefði elskað að vinna með honum og hversu hæfileikaríkur hann væri. Hún sendi Jared meira að segja handrit fyrir nokkrum árum, án þess að segja Brad frá því.“

Sjá einnig: Brad og Angelina leggja niður vopnin

Annar heimildarmaður HollywoodLife sagði að það myndi ekki koma Brad á óvart ef Angelina myndi byrja með Jared, því hann hefði alltaf vitað að hún væri hrifin af honum.

 

SHARE