Var beitt alvarlegu ofbeldi í sambandi með lögreglumanni

Unnur Edda er 33 ára, tveggja barna móðir og unnusta af Snæfellsnesi. Hún á langa áfallasögu, allt frá barnæsku en hún ólst upp við erfiðar aðstæður og þurfti ung að taka ábyrgð á yngri systkinum. Unnur segir að hún hafi orðið fyrir einelti bæði frá krökkum og kennurum í skólanum.

Unnur segir okkur frá áföllum sínum, sjálfsvígstilraunum hennar, barneignum, djamminu og fleira. Unnur eignaðist kærasta um 18 ára aldur og flutti með honum á Blönduós eftir eins mánaðar samband. Hún segir að henni hafi liðið mjög vel til að byrja með og kærastinn hennar fór að starfa sem lögreglumaður. Þá fóru hlutirnir að breytast og hann fór að koma öðruvísi fram við hana. Hann stjórnaði hvað hún gerði, við hvern hún talaði og svo framvegis. Maðurinn fór í lögregluskólann en það hafði ekkert að segja varðandi ofbeldið sem Unnur segir hafa verið andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt:

„Þegar við rifumst fór hann að vera „physical“, ef ég svaf ekki hjá honum þegar hann vildi, sagði hann að ég væri greinilega að halda framhjá,“ segir Unnur.

Sambandið var stormasamt en þegar Unnur hætti með honum fyrir fullt og allt, var bróðir hennar frammi og þá hvíslaði lögreglumaðurinn í eyrað á henni:

„Ef bróðir þinn væri ekki hérna frammi værir þú liggjandi hérna í þínu eigin blóði, druslan þín.“

Hlustið á viðtalið í heild hér fyrir neðan, en Unnur Edda mætti til Tinnu í hlaðvarpinu Sterk Saman.

SHARE