Það er algjörlega óhugsandi fyrir okkur flest að fara illa með dýr. Þau eru varnarlaus og geta ekki sagt frá. Samt sem áður er alltaf til fólk sem vanrækir og bókstaflega fer illa með dýrin sín.
Dýrunum hér fyrir neðan var bjargað, af góðu fólki, frá því að deyja
1. Þessi hundur var það vannærður að hann gat ekki staðið upp. Eftir 7 vikna meðferð hafði hann tekið ótrúlegum framförum.
2. Þessi hundur heitir Coconut og á myndirnar eru teknar með 3 vikna millibili.
3. Þessi hundur var með svo hrikalega sýkingu í húð sem kemur vegna sníkjudýra. Á neðri myndinni er hann eins og nýr hundur.
5. Þessi Pitbull fannst fyrir utan verslun, bundinn. Hann var með húðsýkingu og augnsýkingu en er í dag stálsleginn.
6. Þessi hundur fannst, ráfandi um götur Montreal og hann var það skítugur og loðinn að það var erfitt að segja til um hvort þetta væri hundur eða ekki. Í dag er hann svo flottur og hreinn.
9. Þetta er hvolpur sem var bjargað úr bruna. Hann varð fyrir bruna á um 75% af líkama sínum, þar á meðal á loppunum. Hann var „ættleiddur“ af slökkviliðsmanni og vinnur sjálfur með slökkviliðinu í dag.
Heimildir: Bored Panda
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.
4. Miley fannst á ruslahaug. Hún var alvarlega slösuð og gat varla gengið. Núna er hún hamingjusöm og heilbrigð á nýju heimili.