Við birtum á dögunum myndband með þessari fögru snót þar sem hún bræddi okkur með söng sínum og einlægri hlédrægni. En svo er að koma í ljós núna að hún er kannski ekki svo feimin og hlédræg eftir allt saman.

Alice Fredenham fór í áheyrnarprufu í þættinum The Voice í Bretlandi þar sem hún sýndi allt annan karakter en hún gerði í myndbandinu sem við sáum úr Britain´s got Talent og hefur stúlkan verið ásökuð um það að hafa verið að gera sér upp feimnina og hlédrægnina í þeim þætti.

Hún tók þátt í The Voice í desember síðastliðnum og var hún þá með fjölskyldunni sinni og komst hún þá ekki áfram.

Hér er fyrra myndbandið sem við birtum með Alice

Getur kannski verið að hún hafi bara brennt sig örlítið í The Voice og þess vegna verið lafandi hrædd í Britain´s Got Talent, hvað veit maður?

SHARE