Varar fólk við svikum á leiguhúsnæði á Bland.is

Á bland.is birtist eftirfarandi grein í gær hér þar sem að notandi varar við svikum leigusala í auglýsingum.
Þrjár íbúðir séu auglýstar með sömu lýsingu, myndum og textinn sem fylgir hálfskrítinn með aðstoð google translate. Allar eiga það einnig sameiginlegt að leigusalinn er erlendis. Er þetta það sem koma skal?20131003071606_0

XXX. – Varúð – svikari á ferð – XXX 
Skoðið myndirnar sem fylgja með – sama auglýsingin undir nafni 3ja ólíkra aðila sem eiga það sameiginlegt að hafa verið stofnuð fyrir tveim dögum, sama lýsing á þrem íbúðum í þrem bæjarfélögum – á ótrúlega góðu verði – og textinn greinilega fenginn með google translate… -Lögreglan hefur varað við svona gaurum sem reyna að fá greiðslu út úr fólki undir því yfirskyni að það geti tryggt sér íbúðina á undan öðrum 

Svona svaraði viðkomandi þegar NN sendi inn fyrirspurn um allar þrjár íbúðirnar: 
“Halló, 
Mánaðarlega leigu fyrir íbúð er NN ISK, eru veitur inluded í verði (rafmagn, vatn, gas, sameiginlegt yfirráðasvæði). Ég er úr landi, ef þú ákveður að leigja húsið mitt ég ráða fasteign umboðsskrifstofa til gera viðskipti. Íbúðin er húsgögnum, mjög fallegur og vel viðhaldið. Vinsamlegast svara mér á ensku að ég get ekki talað íslensku, til að fá meiri upplýsingar. Senda mér einkaskilaboð til bjornstaffan1971@gmail.com ” 

Allir þrír leigusalarnir gefa upp sama netfangið og gas! er innifalið í leigunni

 

SHARE