Varar foreldra við því að nota þessa algengu vöru

Blautþurrkur fyrir börn eru eitthvað sem flestir foreldrar hafa notað á einhverjum tímapunkti á börnin sín. Margir foreldrar þurrka ekki bara litla bossa með þurrkunum heldur líka slettur, bletti, hendur og munna.

Nýleg rannsókn sýnir hinsvegar að blautþurrkur eru ekki endilega það öruggasta til að nota á húðina á barninu þínu. Það er allt útaf einu innihaldsefni.

Sjá einnig: Heimagerðar blautþurrkur – Hagstætt og gott fyrir barnið

Mary Wu Chang er prófessor í húð- og barnalækningum við háskóla í Connecticut og tók stóran þátt í rannsóknunum á blautþurrkunum. Hún segir að efni í blautþurrkunum, sem heitir methylisothiazolinone, hafi valdið mörgum börnum ofnæmisviðbrögðum.

„Ég ræð foreldrum frá því, alltaf, að reyna að komast hjá því að nota blautþurrkur. Það eru mörg efni í þessum þurrkum sem geta pirrað húðina sem er viðkvæm fyrir, eftir að vera með blauta bleiu, eða kúkableiu eða jafnvel bleiu sem er ekki úr góðu efni,“ segir Mary.

 

SHARE