Það var ekki á planinu hjá Kimberly Fugate að verða ólétt þar sem hún var orðin 41 árs. Það gerðist hinsvegar, en það var ekki það eina sem kom henni á óvart.

Daginn sem hún varð 42 ára kom annað sjokk. Hún var ekki bara með eitt eða tvö börn, heldur var hún ófrísk af þríburum.

Þann 8. febrúar síðastliðinn var komið að fæðingunni og þá kom þriðja sjokkið. Hún eignaðist ekki þríbura, heldur fjórbura, allt eineggja stúlkur. Líkurnar á því að fjórburar séu eineggja eru nánast engar, eða 1 á móti 13 milljón og eru bara um 60 svoleiðis tilfelli, þekkt, í heiminum öllum.

Stúlkurnar hafa fengið nöfnin Kenleigh, Kristen, Kaleigh og Kelsey og fæddust á 28. viku og munu væntanlega vera á spítalanum þangað til í maí. Í viðtali í Good Morning America sagði Kimberly: „Þær voru komnar út þrjár og þá heyrði ég bara: „Fleiri fætur, fleiri fætur“ og ég hugsaði bara: „Neiii!“ en er að sjálfsögðu ánægð með allar stúlkurnar sínar.

 

Hér er upprunalega fréttin

 

SHARE