Varla föndur en ég vildi samt sýna ykkur breytinguna

Ég viðurkenni það, ég dýrka að gefa hlutum nýtt upphaf.

Ég fékk þennan græna bakka úr dánarbúi yndislegrar konu. Græni liturinn passaði alveg inn á hennar heimili, en ekki mitt. Þannig að ég ákvað að skreppa í búðina sem ég fer alltaf í þegar mig vantar málingu, viðarbæsi eða litaspray, Slippfélagið. Ég hef alltaf verið rosalega ánægð með vörurnar þeirra og þjónustan er fyrsta flokks. Svo þegar ég kom heim fór ég að elda kvöldmat, gekk frá eftir matinn….. ok, ég byrjaði ekki að mála fyrr en daginn eftir, held að það taki of langan tíma að telja upp allt sem ég gerði í millitíðinni.

Ég byrjaði á því að skrúfa fæturnar í sundur, pússaði og málaði töluvert margar umferðir (enda var ég að fara frá dökkum lit yfir í ljósan). Svo voru fæturnir skrúfaðir saman aftur og hvíti bakkinn minn passaði núna fullkomlega inn á heimilið mitt.

SHARE